Akranes - 01.10.1957, Side 16

Akranes - 01.10.1957, Side 16
gáfu smni en svo, að hann getur sett saman gífurlegasta lof inn Kristján 7., svo sem væri sá vitskerti mannræfih einn af allra fremstu ágætismönnum ver- aldarinnar; en fyndinn, sérkennilegur og framar öllu öðru greindur. Þá er loks uppi Benedikt Gröndal eldri. Yrkir lítið, en er fomyrtur, sterkorður, orðheppinn og karlmannlegastur í anda af þessum aldamótaskáldum. Og ekki getinr maður minnst þessara skálda án þess að minnast Magnúss Step- hensens konferensráðs. Ekki aðeins fyrir þá' sök, að hann vildi fyrir hvem mun vera skáld, en tókst aðeins að sina það áþreifanlega, að hann var það ekki. En fyrir sína margháttuðu menntim, sinn öfluga viljaþrótt, sitt óbilandi ráðríki, en einkum fyrir það, að hann barðist af al- efli fyrir hugsjónum, er snertu á svo margan hátt menningu þjóðarinnar, verð- ur ekki nokkurs memitastarfs hér á landi um aldamótin getið þannig, að hans sé látið ógetið. Og nú eru skáldin frá siðustu aldamót- um komin imdir græna torfu, alveg eins í andlegum bókmenntalegum skilningi, eins og líkamlegum. Ekki aðeins á þann hátt, að þjóðin þekkir ekkert rit þeirra. tJr því kynni að mega bæta, ef ekki væri annað í tafli. Heldur og á þann hátt, að þó að rit þeirra væru gefin út í skrautlegum bókum, þá væri öllum mannlegum kröftum ofvaxið að fá allan þorra manna til að lesa þau. Hvemig stendur á þessu? Nokkru stafar það af efninu. Fyrir hundrað árum vantaði íslenzk skáld ótrú- lega mikið af því yrkisefni, sem menn hafa nú. Alveg ótrúlega mikið, þegar þess er gætt, að þau höfðu það allt í kringum sig, alveg eins og menn hafa það nú. En þau voru ekki búin að finna það. Ég læt mér nægja að minnast á eitt dæmi aðeins, af því að svo afarmikið ber á þvi. 1 ljóðum manna um síðustu aldamót er „náttúrunnar" að engu getið. Það er eins og skáldin á þeim timum hafi aldrei séð himininn verða rauðan eða blágrænan, aldrei séð skýin taka á sig furðulegar myndir, aldrei séð sjóinn tryllast né verða að skínandi spegli, aldr- ei heyrt storminn í algleymingi sínum, aldrei fundið hlýja goluna leika um kinn sér, aldrei látið hugann reika víða í grænni laut í logninu, aldrei séð fjöllin blá, né rauð, né hvít, aldrei heyrt lóuna syngja. En ekki er það eingöngu fyrir þetta og annað því um líkt, að Islendingar um ár- ið 1900 geta ekki lesið skáldskapinn frá árinu 1800. Ekkert af þvi, sem sérstak- lega einkennir hugmyndalíf skáldanna um þessar mundir, er í fornsögum vor- um. Samt geta böm og fullorðnir lesið fornsögurnar með áfergju enn i dag. Sumir kunna nú að segja, að fomsögur vorar verði ekki bornar saman við 1 jóð- in frá 1800, af þeirri einföldu ástæðu, að þær séu í óbundnu máli og þar af leið- andi að sjálfsögðu léttari, aðgengilegri. Þá getum vér tekið Sæmundareddu. Enginn vafi er á þvi, að væri rækt við það lögð, mundi mega kenna þjóðinni að lesa hana og læra hana nærri því spjaldanna á milli. Sannarlega ætti það að auka lotning- una fyrir fornritum vorum, að íhuga þetta. Yér getum ekki lesið það, sem gáfumenn þjóðar vorrar rituðu fyrir 100 árum, öðru vísi en svo, að það verði oss þreytandi og fremur leiðinleg áreynsla. En vér getum drukkið það í oss, sem ritað var fyrir 700—800 árum eða jafn- vel fj'r. Hvernig stendur þá á þessu? Ástæðirrnar eru sjálfsagt tvær. 220 A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.