Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 48

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 48
Vestmannaeyingar reru nokkra róðra, fóru enda með þungar netatrossur austur undir Ingólfshöfða og fengu sæmilegan afla. 1 þessu felst viðurkenning þessara sjósóknara á því, að sækja verði fiskinn þangað sem hann er í sjónum, vilji menn á annað borð höndla hnossið. Nú í vertíðarlokin ber margur sig að vonum illa yfir aflaleysinu. En er yfir nokkru að kvarta? Vertiðarafli hefir allt- af öðru hvoru brugðizt hér við land, allt síðan í landnámstíð. Erlendir hotnvörp- ungar hafa þvergirt fyrir fiskigengd inn á grunnmiðin, segja menn. Það hafa er- lendir veiðiþjófar og fiskræningjar, fyrst duggarar og síðar botnvörpungar, gert um margar aldir. En framferði þessara sjóræningja nú í sævaralmenningnum, hefir brugðið upp skýrari mynd en nokkru sinni áður af aleyðing þessara ránsvarga á fiskimiðunum við Island i náinni framtið. En hefir þetta orðið Alþingi hvöt til þess að tryggja íslenzkri útgerð fiskimið- in við Grænland, sem Islendingar eiga þó með sama rétti og fiskimiðin hér við 2<52 land? En þau mun síðar verða upp urin en fiskimiðin við Island, m. a. vegna þess, að þau em fjær sjóborgum Norður- álfu og taka yfir mikið flæmi og em langtum auðúgri en fiskimiðin hér. Hefir alþingi og islenzk stjómarvöld gert nokkuð til að breyta því ríkjandi ástandi, að Islendingar séu réttlausastir allra þjóða á sínu eigin landi, Grænlandi, og á sínum eigin miðum við strendur þess? Það er ekki nýtt að vertið bregðist, og þá er það eigi heldur nýtt að tap sé á is- lenzkri útgerð. I meira en heilan tug ára hefir verið samfleitt tap á útgerðinni hvert einasta ár! Bjargráð stjómmála- mannanna hafa verið þau, að klípa krón- umar í sundur, gera þær smærri og smærri, ræna úr vösum allra þeixra, sem eiga fé í krónum og margfalda með þvi dýrtiðina í landinu, og binda útgerðinni með því um leið æ þyngri bagga. Þessi leið er fær og verður þvi eflaust farin, þangað til peningagildi seðlanna borgar ekki prentunarkostnað þeirra. Þetta loka- takmark isiðspillingarinnar nálgast nú óð- fluga, ef verðgildi krónunnar nú er orðið lítið meira en ca. 5 aurar. En þegar þetta fjármálasvind] er á enda og hefir runnið sitt skeið, munu menn vakna af værum blundi og sjá, að til þess aS útgerSin beri sig, þarf h.ún afi hafa starfsgrundvöll og afla svo mikils fiskjar, aö sá afli standi undir tilkostnaSinurn. Það er engin nýjung, að vertíð bregð- ist. En það er nýtilkomið, að geta ekki fengið bjargræði úr sjó nerna fáa veður- hörðustu og dimmustu mánuði ársins. Meðan samkeppnisþjóðir vorar stund- uðu veiðar sínar á árabátum og voru bundnar við heimahafnir og heimamið, og þan vom undir sömu sök seldar og við, gat þetta einnig slampast af hér. En svo breyttist þetta. Samkeppnisþjóðir vor- AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.