Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 40

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 40
Ólafur Gunnarsson skrifar Xím LEIKLIST ★ Frönskunám og freistingar. Leikrit í þremur þátturn eftir Ter- ence fíattigan. ÞýSandi: Skúli Bjark- an. Leikstjnri: Gisli Halldórsson. Síðastliðið suinar stofmiðu nokkrir ung- ir og áhugasamir leikarar til þeirrar lofs- verðu nýbreytni í höfuðstaðnum að starf- rækja sumarleikhús. Viðleitni þessari var vel tekið af almenningi og hefur henni verið haldið áfram á þessu sumri með góðum árangri. Leikritið, sem sýnt hefur verið í sumar, „Frönskunám og freistingar", er smekk- lega valið. Gamanleikir eiga bezt við á sumrin og þetta leikrit er ósvikinn gam- anleikur. Fyndnin hittir i mark án þess að stinga óþægilega. Unga fólkið i heim- ilisskóla Maignot’s á suðurströnd Frakk- lands, er búið sömu kostum og göllum og almennt gerist, sumir hafa fengið full- mikið af því, sem þeir vilja, en mega ekki, eins og Diana Lake (Sigríður Haga- lin), sem fljótt á litið virðist vera fremur laus á kostunum, þótt erfitt geti stund- um reynzt að meta hver er laus fyrir og hver ekki, í því efni er ekki alltaf betra að treysta þeirri músinni, sem la’ð- iist, en hinni sem stekkur. Jacqueline, dóttur Maignot’s (Helga Valtýsdóttir), fer hægar i sakirnar en nær samt með aðstoð góðra manna ör- uggari árangri að leikslokum að þvi er karlmannaöflun snertir heldur en Diana. Kringum þessar ungu konur, og þá einkum kringum Diönu, eru piltarnir að snúast, Alan Howard (Gísli Halldórsson), Rogers, sjóliðsforingi (Knúlur Magnús- son) og Kit. Neilan (Guðmundur Páls- son), en Kenneth Lake (Jóhann Pálsson) og Brian Curtis (Birgir Brynjólfsson), eru enn of ungir til þesis að keppa í al- vöru um kvenhylli, annar auk þess svo bundinn við námið (Lake) og hinn full- ur af almennri lífsgleði (Brian), svo að þeir eru úr sögunm að þvi er konurnar snertir. Bæði Jóhann og Birgir leika vel, en Birgir fær skemmtilegri tækifæri, sem hann lætur ekki fram hjá sér fara. Guðmundur Pálsson hefur aldrei náð eins góðum tökum á hlutverki eins og að þessu sinni, æska hans og glæsileiki njóta sín prýðilega, og feimnin, sem virðist hafa háð honum til þessa, kemur nú ekki að sök, engin undur þótt Helga Valtýsdóttir gengi á eftir honum með grasið í skónum allt til leiksloka. Knútur Magnússon er að mínum dórni full taugaóstyrkur sjóliðsforingi í fyrsta þætti, en eftir því sem á leikinn líður, nær hann betri tökum á viðfangsefninu og beztur er hann undir áhrifum áfengis og sem siðferðileg hjálparhella Gísla HaBdórssonar í tveim síðustu þáttunum. Gisli Halldórsson er góður og vaxandi leikari og mun að líkmdimi verða meðal þeirra, sem aldrei bregðast. Svipbrigði Gisla eru mjög góð og framburðurinn skýr, þótt röddin sé nokkuð sérkennileg. Vafalaust er honum sýnt um leikstjórn og skipulagningu yfirleitt, því að á hon- um mun inest hafa mætt að vinna Sum- arleikhúsinu þegnrétt i vitund ahnenn- 244 A K B A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.