Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 4

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 4
1 2. Pétursbréfi 3.3—8) segir svo m. a.: „Þietta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum siðustu dögum munu koma spott- arar .... og segja: „Hvað verður úr fyr- irheitinu um komu hans? Því frá því feðumir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar? .... En svo hætir postulinn við og segir: „En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, á5 einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem ieinn dagur“. (sbr. Ds. 90.4). Skv. þvi er þá í augum Drottins enn aðeins tæpir tveir dagar síðan Kristur flutti spádóm sinn. Þetta segir Nýja testamentið, að oss megi ekki gleymast í sambandi við orð Krists um dómsdag og endurkomu hans. Ekki mun oss gleymast það, því á það erum vér minnt í þjóð- söng voruim. En þrátt fyrir þetta litur fjöldi manna svo á, sem orð Krists um þetta efni séu svo óskiljanleg og fjarlæg hugmyndum vorum, að þar sé ekki mark takandi á. En hefir það ekki alltaf verið svo um hið ókomna, að það hafi verið fjarlægt þeim hugmyndum, sem vér höfðum gert oss áður en það kom fram? Hefir það ekki verið svo um hin ytri efni, hvað þá um hin andlegu? Gátu svo margir gert sér það í hugar- lund fyrir 50 árum, sem ler áþreifanlegt? Hvað mætti ekki telja upp margt af þvi, sem nú er ýmisst orðið hversdagslegt eða alkunnugt, en talið var ekki aðeins ó- mögulegt, heldur óhugsanleg fjarstæða fyrir 50 áoun? — Og eru þó 50 ár sann- arlega ekki langur tími í augurn þess manns, sem horfir til baka yfir þau ár. Hvað getur þá ekki orðið áþreifanlegt síðar, af því, sem nú er fjarlægt vorum eigin hugmyndum eða talið óihugsanlegt? Eitt er það m. a., sem áður hefir verið talið óhugsandi, en nú er ekki orðið hugs- un vorri fjarlægara en svo, að til eru menn, sem gera ráð fyrir því. Fyrir 50 árum trúðu menn á endalausa og ómælanlega framför mannkynsins. Ekki aðeins i tækni og afköstum heldur í réttlæti og jöfnuði, mannúð og hvers konar dyggðum. Menn trúðu því, að mannkynið ætti framundan sívaxandi sæludaga með æ meiri þroska og hvers konar framförum. Nú ler aftur hins vegar svo um skipt, að víðar en í einum stað heyrist ráð gert fyr- ir þeim möguleika, að fremstu og fram- faramestu kynflokkar mannkynsins tor- tími sjálfum sér eða deyi út mitt i fram- förunum. Þetta gefur tilefni til spumingar: Verð- ur hann þannig sá dómsdagur, sem koma skal? Að tækni og afrek mannlegs hugvits og snilligálfu verði vopn i liöndum mann- legrar syndar til að tortíma mannkyn- inu. Getur það hugsazt, að eins og þús- und ár eru sem einn dagur hjá Drottni, eins eigi ihinn mikli og efsti dagur Drott- ins að ná yfir það timabil, sem syndin. í sínum margvíslegu myndum, þarf til þess að láta allar þær ógnir koma fram á þessu mannkyni, sem um er spáð? Vér vitum það ekki. Vér getum aðeins sagt: Hver hefir þekkt huga Drottins eða hefir verið ráðgjafi hans? Himu verður ekki neitað, að hugsanir þessu svipaðar hafa komið fram i huga margra þeirra, sem þó byggja ekki skoð- anir sínar á Ritningarinnar orðum. En er ekki þetta sláandi? Að menn skuli koma þannig svo að segja úr tveim átt- um og sameinast þó um náliega sömu niðurstöðu? Út frá orðum Krists í Nýja testment- inu hafa menn öld fram af öld predikað um dómsdag. En þó um það 'hafi verið predikað, þá hefir sú predikun ekki að jafnaði fest rætur í skoðan manna eða 208 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.