Akranes - 01.10.1957, Side 47

Akranes - 01.10.1957, Side 47
Silfurlampaháiíðin ★ ★ ★ Það var sérstakur Ijómi yfir silfur- lampahátíðinni að þessu sinni. Leikar- inn, seni leikdómendur höfðu da'mt verð- laun fyrir bezta leik s.l. leikárs hafði hlotið 700 stig af 700 mögulegum og er það í fyrsta sinm í sögu Félags íslenzkra leikdómenda, sem atkvæði hafa fallið svo óskipt. Leikarinn. sem hlaut þennan mikla, verðskuldaða heiður, var Þorsteinn ö. Stephensen fyrir meðferð sína á Crock- er-Harris i Browningþýðingunni eftir Terence Rattigan, en hana sýndi Leik- félag Reykjavíkur við óvenjulega lélega aðsókn s.l. vetur. Leikdómemdum kom saman um, að ekki aðeins leikur Þor- steins heldur sýningin sem heild ‘hefði verið með óvenjulegum ágætum og mesti leiklistarviðburður s.l. leikárs. Silfurlampahátíðin var haldin í Þjóð- leikhúskjallaranum undir prúðmannlegri stjórn Sveins Skorra Höskuldssonar, en afhendingarræðuna flutti Hallberg Hall- mundsson, var ræða hans vel samin og vel flutt. Hjörleifsson er lika skemmtilegt yfir- borðsviðundur, en hann fer með hlutverk Peters Pemhers, eiginmanns Patriciu. Þýðing Ragnars Jóhannessonar virðist vera góð og leikstjórnin hefur greinilega verið örugg og anarkviss. Hið eina, sem dregur úr eðlilegum hraða á sviðinu, eru langvarandi hlátrar leikhúsgesta, en ekki verður slíkt talið leikstjóra eða leikendum til lasts. Vel mætti segja mér, að „nótt- laus voraldar veröld“ yrði komin á ný áður en leikhúsgestir segja skilið við grátsöngvaranm og fylgdarlið hans. Þorsteinn Ö. Stephensen þakkaði og flutti ágæta ræðu um list almennt, tætti hann sundur þá firru, að hægt sé að skipa listum í flokka eftir þvi hvort um skapandi list eða túlkandi sé að ræða. Þorsteinn henti réttilega á, — að ekkert ætti skilið heitið list nema það væri skap- andi. Þá talaði Þorsteinn af miklum drengskap um samverkamenn sina og þá ekki sízt leikstjórann og kvað leikarann, sem tekur á móti verðlaunum verða að hugsa sig vel um áður en hann gefur sjálfum sér alla dýrðina. List leikhússins er samvirk list — sameinað átak margra aðila að einu listrænu marki. Haraldur Bjömsson leikari henti á, að leikhús væri ekki hinn ytri rammi, hús- ið og sætin í húsinu, ekki heldur leik- hússtjórinn, heldur fyrst og fremst og í raun og veru aðeins leikaramir og sú list, sem þeir túlkuðu. Haraldur hreyfði þeirri hugmynd, að bráðum gætu þeir, sem fengið hafa silf- urlampann, farið að veita leikdómendum verðlaun fyrir bezta leikdóm ársins, en í hverju þau verðlaun yrðu fólgin hafði Haraldur ekki gert sér grein fyrir, enda ekki rætt málið við aðra leikara, sem verðlaunin hafa hlotið. Gylfi Þ. Gíslascn menntamálaráðherra ræddi um list almennt og hvemig lista- maðurinn gæti gert það. sem í raun og veru væri ósatt. satt. Nýir styrktamienn silfurlampans vom að þessu sinni Egill Vilhjálmsson for- stjóri, Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmað- ur, Kristján Ómar Kristjánsson forstjóri og Magnús Bjömsson ríkisbókari, Styrkt- arfélagar silfurlampans áttu nú sem fyrr sinn mikla þátt í því að gera afhendingar- athöfnina hátíðlega og láta mikinn lista- mann finna, að verk hans eru metin að verðleikum. 251 AKRáNES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.