Akranes - 01.10.1957, Side 17

Akranes - 01.10.1957, Side 17
íslenzku skáldin um 1800 eru að kalla má undantekningarlaust að dóta sig ein- hvers staðar í útjöðrum sálarlifsiins. Þau eru stöðugt að fikra við eitthvað, sem vekur svo undurveikt öldukast. Þau koma aldrei með kjarnan úr nokkurri hugsjón. Þau fara aldrei með lesandann inn að upptökum geðshræringar. Þau lofa aldrei sál hans að lauga sig undir ástríðufoss- inum. En beztu formit vor aftur á móti hafa ævarandi gildi meðfram fyrir það, að þau eru stöðugt með lesandann inni i innsta huga mannanna. Þar getum vér ávallt gengið að ríkasta hreyfiaflinu. Nauðalítið vitum vér um það, hvernig söguhetjurnar voru útlits og hvað þær gerðu, í samanburði við það, sem vér vitum um, hvað þær þráðu, elskuðu, hötuðu hugsuðu. Því aðdáanlegra er þetta, sem fornmenn rituðu á þann hátt, að í fljótu bragði getur mönnum svo virzt, sem þeir séu eingöngu að fjalla um yfirborðið. Hin ástæðan er sú, að skáldin um 1800 yrkja að öllum jafnaði á óvönduðu, ljótu máli. Og því er nú svo farið með íslenzkuna, að þegar hún er — ég ætla ekki að segja skrautbúin, en — verulega vel og þokka- lega til fara, þá er hún yndi vort og eftirlæti, lokkandi og töfrandi i augum vorum og eyrum, hvort sem vér kunn- um til fulls að meta hana eða ekki. En þegar hún er illa til fara og ógeðslega, þá hryllir oss við henni eins og hverri annarri sóðakerlingu. Já, íslenzku skáldin frá siðustu alda- mótum eru komin undir græna torfu í andlegum skilningi. Verða nú þessara aldamótaskáld ofan- jarðar í sama skilningi eftir hundrað ár?“ E.H.“ AKRANES Aldamótahugleiðing. Ólafur B. Björnsson, ritstjóri Akraness, sendi mér fyrir skömmu fimmtíu ára gamla grein eftir Einar H. Kvaran varð- andi bókmenntir Islendinga um alda- mótin 1800. Mér þótti gaman að efn- inu og þá ekki síður fyrir það hve vel hún var rituð. Mér kom þá í hug, að það væri mikill ávinningur fyrir islenzka menningu ef ungmenni lands- ins ættu aðgang að slíkum fyrirmyndum með hæfilegum leiðbeiningum til að gera hina mörgu skólagengnu menn vel rit- færa, þó að þeir teljist ekki til skáldanna. Þvílíkar greinar gerast nú fátíðar þrátt fyrir mikinn tilkostnað við móðurmáls- kennsluna. Ritstjóri „Akraness“ sendi mér þessa grein, af þvi að hann vildi láta mig bæta við hana fáeinum orðum varðandi bók- menntaástandið um síðastliðin aldamót. Efnið væri nóg í heila bók, en hér verða ekki borin fram nema nokkur þakklætis- orð til himia miklu andlegu leiðtoga, sem þjóðin eignaðist á 19. öldinni fyrir af- rek hinna mörgu stórvirku skálda og listamanna hér á lamdi um siðustu alda- mót. Nítjánda öldin byrjaði með því, að Bjarni Thorarensen orti þjóðsönginn, Eld- gamla fsafold, rúmlega tvítugur, á morgni aldarinnar. Siðar var hann einn um hituna nokkra stund. Hann lét sér ekki nægja að byrja nýtt tímabil, held- vu' byggði hann jafnframt brú yfir gjá aldanna til Edduskáldanna og Egils Skallagrímssonar. Samhengi hinna þjóð- legu bókmennta var bjargað, svo að segja með einu handtaki, einmitt á þeim tíma þegar kaldrifjaðar frændþjóðir lögðu á- herzluna á, að fombókmenntir Islendinga hefðu slokknað út á 14. öld og að síðan 221 L

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.