Akranes - 01.10.1957, Side 15
Eftiríarandi grein er tekin upp úr tímarit-
inu „Sunnanfara“ 15. desember 1900. Undir
henni eru stafimir E.H., sem sjálfsagt er
fangamark Einars H. Kvaran. Greinin hljóð-
ar svo:
Fjfrir IOO Árum
„Etn. hvað tíminn líður.
Fyrir hundrað árum var engin íslenzk
bók til, frumsamin, að kalla má, sem
nokkur maður lítur í nú, nema þá til að
gæta að einhverju sérstöku, — að örfá-
um íslendingasögum undanteknum.
Fyrir hundrað árum eru þeir Bjarni
Thorarensen, Björn Gunnlaugsson, Svein-
björn Egilsson, Bólu-Hjálmar og Sigurður
Breiðfjörð börn að aldri; Jónas Hallgríms-
son, Jón Thoroddsen, Grímur Thomsen
ekki fæddir — að ég ekki nefni þá, sem
yngri eru.
Enginn þeirra, sem nokkur veruleg
áhrif hafa haft á hugi núlifandi Islend-
inga, tekinn til starfa. Með öðrum orðum:
allt, sem menn hugsuðu hér á landi fyr-
trúir að sé endurlausnarinn. Sú trú, sem
þannig birtist, er fögur, hún er hlý og
hún ann og treystir gróðrarmætti hins
unga lífs.
Og vegur og sæmd Krists, barnsins,
sem fæddist austur í Betlehem fyrir
mörgum öldum, minnkar ekki við það, að
þetta kvæði, sem honum er helgað, er
jafnframt vögguóður fátæks föður við
yzta haf.
Ragnar Jóhannesson.
Heimildir: Páll E. Olason: Menn og menntir.
Sami: Saga Islendinga, IV. Jón Halldórsson: Bisk-
ujíasögur. Jón Þorkelsson: Digtningen paa Island.
Blanda, 1918—20. Visnabók Guðbrands biskups.
Sig. Nordal: Islenzk lestrarbók, 1924).
ir hundrað árum, er gleymt, öðrum en
einstökum fræðimöimum.
Hugsunin er nokkuð dapurleg, rifjar
óþægilega upp fyrir manni orð prédik-
arans um fánýti lífsins og hégómann.
„Menn muna eigi framar til hins um-
liðna“, stendur þar.
Fyrir hundrað árum átti þó þjóðin
skáld, sem hún unni og þóttist af, skáld,
sem hún hafði ástæðu til að þykjast af.
Þá er Jón Þorláksson uppi (1744—
1819). Einn mesti fátæklingur þjóðarinn-
ar og eitthvert afkastamesta skáld henn-
ar, síyrkjandi, um guð, um lífið, um
dauðann, um vini sína og þá ekki síður
um óvini sína, um hesta og ketti og mýs,
um allt á himni og jörðu, sem honum
dettur í hug. Biýst í að leggja út örð-
ugasta og mikilfenglegustu skáldrit síð-
ari alda, sem hann þekkir. Hugurinn al-
veg óvenjulega margbrotinn og hugð-
næmur. Guðhræddur er hann og ást-
gjam fram úr öllu hófi; góðlyndur, en
andlegur stórbokki, sem svívirðir með
svæsnustu orðum, sem hami á til í eigu
sinni, helzta menntavald landsins, jafn-
skjótt sem haggað er hjá honum nokkru
orði; lítilsigldur pokaprestur og aðal-
mannssál. En alstaðar og æfinlega skáld.
Það var engin furða, þó að samtíðarmenn
hans hefðu augun á honum.
I5á er Sigurður Pétursson uppi (1759
—1827). Fremur kuldalegt skynsemis-
trúarskáld, lotningarlaus fyrir öllu, ber
jafnvel ekki meiri lotningu fyrir skáld-
219
AKRANES