Akranes - 01.10.1957, Side 54

Akranes - 01.10.1957, Side 54
henni til þeirra,sem enn minna höfðu og voru ver settir. Sýnir það vel hvert hug- ur hennar stóð í þessum efnum, og þá jafnframt, að rneira hefði orðið ef efnin hefðu leyft. Valgerður var óvenjulega trygglynd, það reyndi ég, er ég var verzl- unarstrákur hjá Lofti I.oftssyni og Þórði Asmundssyni. Þessi kynni okkar Valgerð- ar stóðu æ síðan traustum fótum, og bar engan skugga á vináttu okkar. Faðir Lofts yngra drukknaði áður en drengurinn fæddist. Hann ólst upp í Götu og í Aðalbóli hjá móður sinni og stjúpa. Eftir að húsið var byggt, hafði Loftur ja'fnan þar til sinna nota aðra stofu hússins, er hann notaði jöfnum höndum sem svefnherbergi og •skrifstofu. Jón Benediktsson var Lofti mjög góður, og bar hann mikla virðingu fyrir dugnaði hans og regluseoni. Frá Lofti hefur nokk- uð verið sagt hér áður í útgerðar- og verzlunarþáttum blaðsins. Guðjón Kristin, fyrrnefndan son sinn, misstu þau hjón, er hann drukknaði á Viðeyjarsundi er kútter íngvar fórst þar með allri áhöfn. Halldór Benedikt er hér enn á lífi. Hefur hér áður einnig verið nokkuð sagt frá honum í sam- bandi við útveginn. Þá verður og gjör sagt frá honum í sambandi við hans eig- ið hús, Halldórshús, er hann reisti á Aðalbólslóð, örlítið sunnar en hið gamla hús stóð. Eyborg, dóttir þeirra hjóna, var góð og geðug kona. Hún giftist Ólafi A. Guðmundssyni frá Eyri í Ingólfsfirði. Þau voru ekki lengi saman, því að Eyborg andaðist 6. október 1923. Þau áttu ekki börn saman. Áður en Ólafur Guðmundsson kvæntist átti hann einn son, Gunnar Rúnar Ólafs- son ljósmyndara og kvikmyndatökumann. Gunnar er kv. Þórdísi Bjarnadóttur, kaup- marms á Húsavik, Benedikt.ssonar. Þeirra börn: Ólafur, Ólafía Þórdis og Gunnar. Síðari kona Ólafs (1928) er Gunnhiid- ur Árnadóttir prests frá Gi’enivík Jóhann- essonar. Þau hafa alið upp eftirtalin böm: a. Valtý Pétursson listmálara (systurson Gunnhildar). Kona hans er Herdís Vigfúsdóttir, skirfstofustjóra, Einars- sonar frá Hofi í Vopnafirði, Jónssonar. b. Elinu, sem enn er í fósturforeldra húsum. Loftur og Eyborg voru síðast heimilis- föst i Aðalbóli 1919. Frá og með 1920 til og með 1932, eru þau Jón og Valgerður ein í Aðalbóli, 1933—'36 eru þau í Hall- dórshúsi hjá syni og tengdadóttur. Þau flytja aftur í Aðalból, og eru þar meðan þau lifa. Valgerður andast þar 5. sept- ember 1939, en Jón 13. október 1945. Svo virðist sem enginn búi í Aðalbóli Í93.3- ]934 er þar Þorsteinn Sigurðsson frá Sandi á Snæfellsnesi og kona hans Guðmundina Kristjánsdóttir frá Breiðinni. Einnig þeirra börn: Sigurður og Kristján og þriðji sonurinn, er þá var óskírður. Hann hlaul nafnið Ragnar, en einnig eignuðust þau siðar fjórða soninn, og heit- ir hann Hallgrimur. Þau eiga nú heima í Beykjavik. Hjá þeim er þarna einnig fóstursonur þeirra, Sigurður Hallgríms- son, þá talinn 13 ára. Árið 1935 er þar Húbert H. B. Ágústs- son matsveirm, sem átti hér víðar heima. Hann var t. d. lengi matsveinn á línu- veiðaranum Ólafi Bjarnasyni, Reglusam- ur maður og ágætur matsveinn. Þar er og kona Húberts, Kri.stín Eyjólfsdóttir frá Hafnarfirði. Einnig þessi börn þeirra: Ingveldur Halldóra Benedikts og Sigurð- ur Húbert Benedikts. Árið 1936 eru Jón og Valgerður komin þangað aftur, en þar er þá einnig Mar- grét Helgadóttir og sonur hennar, Hall- grirnur Tómásson. Þeirra hefur áður ver- ið getið í sambandi við Grímsstaði. 1937

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.