Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 27

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 27
buðu okkur fisk lil kaups. Það var varla meðal þorskur og kostaði hver 4 mörk, dýr hefði orðið vættin hörð. Til Granton komum við á sunnudagskvöld, sú borg er stór nokkuð- Ekki veit ég um íbúatölu, þó munu þeir vera vel helmingi fleiri en á öllu Islandi. Af borginni gat ég ekkert séð nenia það, sem blasti við, þegar kom inn á höfnina, þar voru bryggjumar hið stórkostlegasta mannvirki, þær voru þrjár og nokkrir tugir faðmar á breidd. Þær vom byggðar úr grjóti, sums staðar með bjálkabinding, þær lágu í hálfhring, lágu svo skipin i bugtinni, bæði stór og smá, þétt við bryggju, þau minni við lægri þrepin, en þau stóru þar er bryggj- an var hærri. Lítill munur held ég hafi þar verið á ‘flóði og fjöru. Á bryggjunum voru miklar byggingar, stór port og hús, sem geymdu alls lags þungavöru. Þar fórum við á land úr skipinu og strax í gufuvagn, sem fór til Glasgow og hingað komum við í gærmorgun klukkan hálf níu, vomm rúma tvo tíma á leiðinni, en ekki gat ég fengið að vita, hvað leiðin er löng, ég gizka á, að hún sé við tvær þingmannaleiðir. Ég veit þér og fólki þínu þykir gaman að heyra um gufuvagninn og jámbraut- ina. Þau eru, eftir því sem mér sýnist, byggðar úr grjóti, múruðu, vel sléttu að ofan, eftir þeim liggja ávalar jámslár, tvær fyrir hvorn vagn, sem hjólin á vögn- unum voru löguð leftir, með laut i miðju, svo að þau gátu ekki út af farið. Gufu- vagninn fer með mikla trossu af vögnum, flesta sá ég tuttugu, etn fæsta tíu eða tólf. Þeir ýmisst ráku lestina undan sér eða drógu með þvílíkri hraðferð eins og fugl flygi. Járnbrautin, sem við fómm á, lá til vesturs. Sums staðar var farið undir stórbyggðum og liáum livelfingum með háum og digmm jámslám. Stundum vom göng, sem vegurinn lá eftir, með AKRANES yfii'bygghigu, var þá hið svartasta niða- myrkur stundarkom. Það getur skeð, að vegurinn hafi verið svo sem stutt bæjar- leið, stundum voru göngin af grjóti til beggja hliða eða höggvin ofan i kletta. Sums staðar var vegurinn upphækkaðiu, liklega með brún og stöplum undir, sem ég gat ekki séð. Þar lá landið til beggja hliða fyrir neðan okkur. Ég hefi nú ekki tíma til að pára meira, því að stóra skip- ið er ferðbúið, sem við eigum að fara á. 1 nótt vorum við héma í vershúsi og þág- um góðan beina, liann er fyrirfram borg- aður með öðrum ferðakostnaði. Hér i Glasgow er, eftir Halldórs Kr. Friðriks- scnar landafræði, 426.000 íbúar. Við næsta tækifæri ætla ég að skrifa ein- hverjum ykkar í Síðunni. Við biðjum öll að heilsa öllu þínu fólki. Vertu svo hjartanlega kvaddur ásamt konu þinni. Ég bið alúðlega að heilsa Guðmundi yngra, með ástarþakklæti fyrir fylgdina með þeim mæðgunum, og til ytkkar allra. Þinn og ykkar allra Þórður Ámason. Bréf frá Þórði til Daniels á Fróðastöð- um. Á skipinu Manitoba við Ameríku- strendur, 14. júlí 1873. Heiðraði góði vinur. Þar er nú til að taka, sem seinast var frá horfið í bréfinu til hans Guðmundar frænda min á Sámsstöðmn, þar sem við allir, Emigrantamir, landflytjendumir ís- lenzku, vorum í gula húsinu í Glasgow og þágum góðan beina. G. Lambertsson fylgdi okkur og leiðbeindi sem faðir. Þar tóku allir nýtt vegabréf t.il skipsins Mani- toba yfir 1200 lestir. 18 alna breitt og 165 álna langt. Það er í mínum augum sannkallað stórsmíði, og það lítið sem' ég get skoðað og skilið í því er af mikilli skynsemi og vandvirkni gert, Ég ætla 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.