Akranes - 01.10.1957, Page 23
síra Sigtryggur kurmasLur fyrir stofnun
og starfrækslu Núpsskólans og gróðrar-
reitsins Skrúðs. En um báðar þessar fram-
kvæmdir var náið samstarf þeirra bræðr-
anna, og hvoru tveggja báðuni hjartfólg-
ið. Síra Sigtryggur hafði jafnan verið
með það efst i huga, að fræða og kenna,
og gert það nokkuð meðan hann var
prestur að Þóroddsstað í Köldukinn við
Skjálfanda. Nú hafði honum hlotnast
sú náð, að allar aðstæður voru meira í
hag þessu málefni. Skóla sinn vildi síra
Sigtrj'ggur hafa i breyttu sniði. Hann
hafði kynni af skóla Guðmundar Hjalta-
sonar í Hléskógum í Eyjafirði og hreifst
af anda gamla Grundvigts í mótun og
starfi lýðháskólanna dönsku. Vildi láta
lifandi anda lífga bóknámið og þannig
tengja starfsemi skólans við lífið sjálft
og kristilega erfðamenningu, Á þessum
grundvelli hóf síra Sigtryggur skólastarf
sitt, sem efldist með ári hverju og átti
vaxandi vinsældum og viðurkenningu að
fagna.
Síra Sigtryggur vildi ekki berja bumb-
ur og básúnur fyrir skólastofnun sína,
og hann var þess albúinn, að eiga af-
komu hans undir trú einni og trausti á
guði og góðum mönnum. Skólinn að Núpi
átti að vera frækom, sem sáð var í ör-
uggri trú um vænlega uppskeru. Þessi
trú rættist langt fram yfir björtustu von-
ir stofnandans. Frækornið veika óx og
dafnaði og varð voldugur hlynur, sem
breitt hefir lim sitt ekki einungis um
Vestfirði heldm’ uni allt land. Síra Sig-
tryggur átti líka margar bænastundir
fyrir skólanum sínum og þrotlausa um-
hyggju, þar sem hann bajði stofnaði skól-
ann var skólastjórinn og aðalkennari
langa hríð. Sá, sem fóma-r miklu og sáir
góðu sæði fær ríkulega uppskeru. Þetta
rættist á síra Sigtryggi og skóla hans.
Litlu eftir stofnun skólans vildi síra
Sigtryggur á Núpi móta hugsjón sína í
inoldina. Þar mátti þreifa á henni og
hafa hana daglega fyrir augunum. Hann
vildi sýna á áþreifanlegan hátt vaxtar-
mátt moldarinnar og þannig auka áhuga
annarra fyrir því, að færa sér í nyt hin
nærtæku gæði. Þess vegna hófst hann
handa með gróðrareitinn Skrúð, þar voru
jöfnum höndum ræktaðar fjölbreyttar
nytjajurtir til manneldis og trjáplöntur
ýmiss konar. Þessi sáning og ræktun síra
Sigtryggs var hafin við erfið skilyrði.
Landið fremur ófrjótt og skjóllausc, samt
heppnaðist þetta ágætlega, eins og starf-
ræksla skólans, og bar nafn síra Sig-
tryggs vítt um land, eins og skólastofnun
hans.
Ökunnugir halda máske, að þar sem
síra Sigtryggur liafði ærin verkefni við
skólann og ræktunina hafi hann ekki
rækt fast sitt kirkjulega embætti. En
það var öðru nær. Ekki getur skyldu-
ræknari klerk en síra Sigtrygg. Hann
var þar sem annars staðar heill en ekki
hálfur maður, og lét sór mjög annt um
kristnihald í sóknum sínum, innan kirkju
og utan. Ræður vandaði -hann. Prédikun
hans var skýr og ákveðin. Um kirkju-
sönginn lét síra Sigtryggur sór mjög annt,
enda sérlega söngfróður og söngvinn.
Samdi sjálfur ljóð og lög, er því var að
skipta. Um kirkjumálin voru þeir bræð-
ur mjög samrýmdir, sem í öðru, og gáfu
í þeim málum fagurt fordæmi.
Síra Sigtryggur stofnaði Núpsskólann
1906 og lét af skólastjórn 1929. Á þessu
tímabili höfðu nokkur hundruð xmgra
meyja og sveina sótt til hans fyrsta vega-
nestið, að loknu námi til fermingar.
Mörg þeirra héldu áfram námi eftir
skólaveruna að Núpi, og báru fram hróð-
ur nýja skólans hans síra Sigtryggs, sem
stækkaði svo, að erfiðast var að geta full-
nægt aðsókninni að skólanum vegna
AKRANES
227