Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 28

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 28
ekki að fara að segja ykkur meira af því, það lítið í smíði þess, sem ég skil, mutndi verða æðilangt, þó er hitt meira, sem ég skil ekki tniema til hálfs og þó })að miklu mest, sem ég skil ekkert í og hefi ekki séð. Frá gesta'húsinu var fyrst farið suð- uryfir ána, sem fellur í vestur gegnum borgina, svo var gengið eftir löngu, stein- lögðu stræti ofanmeð ánni sunnanverðri, til skips, þá var stigið af strætinu á skips- borð, þar var vegabréf skoðað og fólk tal- ið. Þar stigu á skip 17 Danir, 48 íslend- ingar, 2 Svíar, 120 Skotar og þar að auki 66 hörn, sem send eru til Canada. Það er landeign Breta fyrir norðan Banda- fylkin. Þessi hörn eru tekin á strætum og götum borgarinnar af ifélagi nokkru, þar til skipuðu, villuráfandi, fátæk og munaðarlaus, sem flest hafa ekkert af föðiir né móður að segja. Þau tekur fé- lagið í skóla og menntar og mannar til munns og handa. Þegar þau þykja til hæf, eru þau send til Canada, ekki sem þrælar, heldur sem alfrjálsir menn. Þessi böm munu hafa verið á 7. og 8. ári yngst, allt að eða yfir tvítugsaldur. Ste- fán sagði mér, að í fyrra hefði verið tekin stúlka um tvitugsaldur, sem væri hér í flokki. Stúlkurnar eru auðkenndar með rauðum koffrum og drengirnir með rauð- um treflum. Um miðjan dag á þirðju- daginn létti skipið akkerum og hélt vest- ur afar langan fjörð og lagðist við akkeri utarlega í firðinum, undan kaupstað nokkrum, sem kallast Grænavík. Þar kvaddi G. Lambertsson okkur og ætlaði að fara með gufuskipi, sem fólk átti að sækja og fé til Akureyrar. Daginn eftir, þegar búið var að taka upp akkeri (þingmaríumessu) safnaðist múgurinn upp á þilfar. Þar voru haldmir söngvar og ræður og bænargjörð yfir börnunum uppmönnuðum. Fyrst var 232 sungið stundarkorn, svo hélt prestur ræðu, eins og stutta stólræðu, svo var aftur sungið, þá hélt sami prestur bæna- gjörð langa, svo var í þriðja sinn sungið, að því búnu hélt skólakennari barnanma ræðu, hann vék seinast ræðunni til allra landflytjenda og endaði með innilegum blessunar- og hamingjuóskum til vor allra. Báðir töluðu þeir uppúr sér, rann þeim af munni ræðan eins og árstraumur. Eftir það fór presturinn í land, 'hann var ekki einn af þeim útflytjendum, en skóla- kennarinn er á skipi. Nú lá leiðin vestur. fyrir norðan Irland, svo á hið breiða Atlantshaf í vestur útsuður. 1 dag er 10. júlí. Alla daga siðan þann fyrsta þ. m. hefur verið vestlægur vindur, stundum hefur hann gengið til útnorðurs, hafa þá verið dregin upp segl, oftast hafa gengið þurrviðri, nema svækja stundum á morgnana, en sólskin og þerrir um miðj- an daginn. Síðan i gærkvöldi hefur verið þoka, nú er síðan gufuvélin látin orga svo geysihátt, að heyrist víst milu. 1 gærdag, sunnudag 13. júlí, var bjart veð- ur og þokunni aflétt, í þokunni var gufu- vélin látin orga til að aðvara skip, sem i nánd kynnu að sigla. 1 gærmorgun var skipið komið að austurströnd Nýja- Skotlands og Nýju-Brúnsvíkur. Það er allmikið nes i austur af Norður-Ameríkiu. I gærdag höfðu menn skemmtilegan dag. Þá var farið í útnorður með landi, fyrst var þar lítil byggð á landi, einungis hús á stangli. Landið fjöllótt og sæbratt og berg hærri og lægri með ströndinni, fjöll- in voru lítil og lág og sundurskorin með þröngum og krókóttum dölum, bröttum, liver hnúkur og hæð vai hvarvetna skrúð- grænt og skógivaxið upp og ofan. Þar sem dalimir skárust fram úr fjölluinum var ströndin lág og þar voru lika bæja- þorpin. Þegar lengra kom áleiðis með ströndinni, lá leiðin til vesturs og síðan AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.