Akranes - 01.10.1957, Page 53

Akranes - 01.10.1957, Page 53
lagður um lóðina, svo að hún er nú mokkuð minni en áður er talið. Þessa húseign metum við 1450 kr. og alla lóð- ina 520 kr. og 80 aiira= 1970.80 kr. Allt millirúm í grindinni hátt og lágt er uppfyllt með þurrum mosa. Að utan er húsið ljósmálað og borðin ferniseruð áður“. Hús þetta byggði Jón Benediktsson, en hann hafði áður búið í Götu, með konu sinni, Valgerði Eyjólfsdóttur. Þessi mikla lóð náði allt vestur að Vesturgötu, þar sem nú stendur verzlunaihús Þórðar Ás- mundssonar h.f. En þegar Jón og Val- gerður fluttu í Aðalból, seldu þau Hall- grími Tómássyni Götu-bæinn, þar sem hann byggði skömmiu síðar hús og kallaði Grímsstaði. Alls þessa er nokkru nánar getið í 3.—4. tbl. 1950. Valgerður var áður gift Lofti Jónssyni en hann var bróðir Isaks á Háteig, og Kristínar, móður Jónínu Jónsdóttur, konu Jóns Halldórssonar í Lambhúsum. Loftur var einn af hásetum Péturs Hoffmanns og drukknaði með honum i janúar 1884. Inklega er það vorið 1887 er Jón Bene- diktsson gerist vinmumaður Valgerðar, en þau gifta sig 24. nóvember 1888. Jón Benediktsson er fæddur 7. janúar 1864 í Uppkoti í Norðurárdal (í túnfæt- inum á Hvassafelli, en nú fyrir löngu komið i eyði). Foreldrar hans voru: Benedikt; Þorsteinsson og Halldóra Þor- steinsdóttir, hjón búandi í Uppkoti. (Þor- steinn Benediktsson, bróðir Jcns, er fædd- ur 29. júni 1862, en þá voru foreldrar þeirra vinnuhjú á Hvassafelli). Valgerður Kristim Sigríður Eyjólfsdótt- ir var hins vegar fædd í Reykjavik hinn 31. október 1857, og voru foreldrar hemi- ar: E}rjólfur Pálsson, sjómaðuir frá Mels- húsum í Reykjavik og kona hans, Vil- borg Jónsdóttir. Meðal barna þeirra og systkina Valgerðar voru: Kristbjörg í Sandabæ, móðir Vilhjálms Benediktsson- ar í Efstabæ, Valintínus Eyjólfsson, lengi verkstjóri í Reykjavik, Páll Eyjólfsson í Sjávarhólum á Kjalarmesi og Sveiim Eyjólfsson, sem síðast bjó í Bakkakoti á Seltjarmarnesi. Harm bjó áður í Efri- húsum í önundarfirði. Kona hans var Anna Guðmundsdóttir, systir Páls skálds á Hjálmsstöðum í Laugardal, en for- eldrar þeirra voru: Guðmundur Pálsson, bóndi á Hjálmsstöðum og kona hans, Gróa ljósmóðir Jónsdóttir. Sveinn og Anna áttu rnörg börn. Valgerður mun lengi hafa verið þjón- ustustúlka lijá Óla Finsen póstmeistara í Reykjavík, en fyrst eftir að hún flutt- ist hingað til Akraness, mun hún hafa um tíma verið hjá Snæbirni kaupmanni Þorvaldssyni. 1 desember árið 1900, er þetta 'fólk talið heimilisfast i Aðalbóli: Jón Bene- diktsson, talinn 36 ára, Valgerður E)rj- ólfsdóttir, 41 árs. Loftur Loftsson, 16 ára, Guðjón Kristinm Jónsson, 12 ára, Halldór Benedikt Jónsson, 9 ára, Ey- borg Jónsdóttir, 6 ára og Bjarnína Ól- afsdóttir, lausakona, 25 ára. .Tón Benediktsson var tæplega meðal- maður á hæð, snyrtimenni, þrifinn og reglusamur. Hann gekk vel um alla hluti, er hann átti um að sjá, svo sem glöggt má sjá af virðingagerðinni, er til var vitnað hér að framan. Ég man ekki bet- ur, en að þá væru fæst hús hér máluð utam. Jón hirti vel sína stóru garða og litla grasblettinn, en hann hafði jafnan nokkrar kindur á fóðrum. Annars var Jón fyrst og fremst sjómaður á opnum skipum, og eitthvað lítið á vélbátunum eftir að þeir komu til .sögumiar. Valgerður var allvel greimd, hæglát en traust, vinföst og velviljuð. Hún hafði vitanlega aldrei niiklum fjármunum að miðla, en þó mun oft hafa hrotið frá A K R A N E S 257

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.