Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 26

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 26
Svo Veraldarsöguna, sem út er komið, sem kostaði 4 ríkisdali og 2 mark, Skím- ir og fleiri kver. Við flytjum ekkert með okkur nema fatnað og bækur. Nú á þessari stundu er verið að gefa okkur vegabréf, eru þau á ensku og svo íslenzku, undirbúin og prentuð og skrifað í eyðumar. Fáum við að borga allan far- areyri sjó og landveg núna strax. Sömu- leiðis fáum við fyrir silfur, sem við höf- um afgangs, gull hér, áður við förum. Viegabréfið er gefið alla leið til Milvauke i fylkinu Visconsin, því þangað er heitið ferðkmi. Þetta sama borgar- og fylkisnafn skerum við á kistu okkar og kúffort og nafnið okkar fyrir ofan. Lengra er enn ekki komið sögunni. Kveð óg þig svo með konu þinni. Ósk- um allrar sannrar lukku og blessunar hér stundlega og annars heims eiliflega. Kona mín og bömin kveðja ykkur bæði hjón sömu ástar og blessunaróskum, en samt vona ég, ef við lifum fyrir guðs náð nokk- ur ár enn, að þetta verði ekki okkar sein- asta kveðja. Þinn ógleymanlegur. Þórður Ámason. Annað bréf skrifað Guðmundi Guð- mundssyni, eldra, á Sámsstöðum. Hann var föðurbróðir Þórðar. Glasgow á Skotlandi, 1. júlí 1873. Elskuiegi góði frændi. Alúðlegustu þakkir fyrir góðan greiða og alúðlegar móttökur síðast. Frá Reykjavík skrifaði ég Daniel á Fróðastöðum og Páli á Hallkelsstöðum, það sem þá var liðið á ferð okkar, en það býst ég við, að þú hafir fengið að sjá. Frá Reykjavík var lagt af stað á Jóns- messudag, 24. júní. Það var líka minn 57. afmælisdagur. I sex sólarhringa vor- um við á leiðinni til Granton á Skot- landi. Fengum alltaf bezta veður, þurrt lygnt og bjart. Gufuskipið, sem var litið jámskip, var fremur ganglítið, nema þeg- ar kaldi var, svo að segl urðu brúkuð. öndverðlega var gert ráð fyrir 4 daga ferð. Flestir urðu veikir, meira og minna, af sjósótt. Guðrún kona min varð hvað lökust. Hún lá í niminu og gat ekki á fætur stigið og á engu nærst i sjö daga. Ég held ég 'hafi verið einna skástur. Ég spjó aldrei, en var þó skrambans daufur og magnlaus. Aðbúnað höfðum við á skip- inu litinn, eins og við mátti búast, her- bergið var dimmt og þröngt og hitavella. Þó lygnt væri, var þó alltaf kvika og tals- vert rugg á skipinu. Þetta jók sjósóttina. Skot'land sáum við fyrst á laugardags- morgun. Um kvöldið sigldum við með norðurströndinni i bliðu og björtu veðri. Þá var fögur sjón að horfa á land upp. Ströndin var viða girt standbergi, víða sléttu og lóðréttu eins og múrveggur. Sums staðar höfðar, sem nokkuð sköguðu frá, og sást þá ekki upp á landið, en á milli var ströndin iægri og hallaði að sjó og blasti vel við, þar mátti sjá margan bæ fagran og stórhýstan. Þó voru kot- bæir innan um, allt var rennislétt með umgirtum háum og þráðbeinum girðing- um, en ekrurnar hver við hliðina á ann- arri, ferskeyttar, sumar dökkgrænar eða Ijósgrænar, sumar glóandi og gular eins og af sóley, aðrar rauðar, á sumum mold- arlitur, eins og nýsánar. Á milli Skotlands og Orkineyja var farið fyrir Skagann eftir mjóu sundi. Síðan var leiðin til landsuðurs og þegar lengra kom með landi til hásuðurs og alls staðar norðarlega á Skotlandi, sem við komum til, heitir Ghurro, á islenzku gæti hanm heitið Þórshöfn. Þar var land- ið slétt og fagurt umhverfis. Þar kom til okkar á höfninni fiskimenn á báti og 230 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.