Akranes - 01.10.1957, Side 11
guðlegt yndi, greini eg, fritt,
það gengur vítt
og gerir ei nokkum leiðn.
Þannig hefur skáldið i Kiim leyft anda
sinum að geisa vítt um veröld alla, þótt
bágindin og örbirgðin krepptu að heima
fyrir. En svo naumur var fjárhagur hans,
að hann þurfti við ölmusu, sem hiskup
veitti þá fátækustu klerkunum i stiftinu.
Er það auðséð, að slík kjör hafa lagzt
þungt á hinn stórgáfaða mann. Það sést
bezt á vísu einni, sem er ef til vill það
persónulegasta, sem vér þekkjum eftir
hann. Hún er ort þegar hann flutti að
Stað í Kinn, en það hefir sennilega verið
árið 1554:
Nú er Fúsi koiiiinn i Kinn,
kunnugur manni öngum.
Hver á !ið leiðn liöldinn inn
með hópinn sinn,
svo rekkurinn ekki roti sig i gönginn.
Undiralda einstæðingsskaparins svellur
undir þessum einföldu orðum, þó með
einum spæni af kaldhæðni í lokin. Gegn-
um vísuna sjáum vér kalda aðkomu fá-
ta'ks prests að niðurníddu prestssetri.
Hann slendur við bæjardyrnar, skakkar
og skældar, með konuna og barnahópinn
og áræðir varla mn í göngin, sem eru að
falli komin, ef til vill fallin. Oss dettur
í hug lýsing Jóns Trausla á aðkomu Ólafs
og Höllu að eyðibýlinu Heiðarhvammi.
Þannig hafa íslenzkir kotba'ndur og fá-
tækir klerkar öld fram af öld komið að
hýbýlunum, sem áttu að verða framtíð-
arheimili þeirra og barnanna þeirra.
Um hinn klerkinn, sem ég ætla að
minnast hér á, séra Einar Sigurðsson,
sem venjulega er kenndur við Eydali,
vitum vér miklu meira. Hann hefir sjálf-
ur sagt ævisögu sína í ljóðum, svonefnd-
um Ævisöguflokki (sem er prentaður í
Blöndu, tímarili Sögufélagsins, 1918—
1920). Flokkur þessi er langur, 210 er-
indi. Enn fremur varð séra Einar kyn-
sæll mjög, og hafa margir mætir og
greindir menn komið fram í ætt hans,
og hafa þeir varðveitt minningu þessa
ættföður síns með virðingu. Skáldgáfa
góð hefir löngum fylgt niðjmn séra Ein-
ars. Auk þessa var á hann litið sem höf-
uðskóld aldar sinnar.
Sumt í ævisögu séra Einars i Eydöl-
um minnir á ævintýri, svo skyndilega
skipti urn hag hans á miðjum aldri, er
hann hófst til mikilla metorða og auð-
æfa úr eymd og bágindum. Einar fædd-
ist að Hrauni í Aðalreykjadal 1538. Fað-
ir hans var prestur, en ekki fylgdi meiri
velgengni þeirri stöðu hans en svo, að
hann varð að leggja það í sölurnar að
gerast prestur í Grímsey til þess að afla
Einari syni sínum skólamenntunar. En
það þótti tíðum ganga útlegð næst fyrir
presta að flytja í slikt útsker sem Grims-
ey er.
Einar varð prestur kornungur, aðeins
18 vetra gamall, og var vígður aðstoðar-
prestur að Möðnjvallaklaustri. Hann tók
skjótt saman við konu, og fæddist þeim
sonur 1559, þegar Einar var tæplega
tvitugur. Sumum hefir nú ef til vill
fundizt hinn ungi klerkur verða full-
snemma faðir, en það sýndi sig síðar,
að þessi sonur var hinn mesti happa-
dráttur, og þvi fyrr sem hann var fædd-
ur því betra fyrir séra Einar, því að
þetta var Oddur, sem síðar varð biskup
i Skálholti og hóf þá föður sinn og
vandamenn til metorða af mesta kappi,
vægast sagt, þvi að mörgum þótti þá nóg
um hlutdrægni herra Odds í garð ætt-
menna sinna.
Séra Emar gegndi siðar Mývatnsþing-
um og Nesi í Aðaldal og átti jafnan við
þröngan kost að búa þar norðanlands;
dró Guðbrandur biskup þó mjög fram
215
A K R A N E S