Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 42

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 42
þjófiin þekkir söng þeiina ng metur nft verðleikum. Hins vegar get ég ekki neitað þvi, að nokkuð lýta ófimlegar hreyfingar heninar á köflum og smági’ettur. Af þessu ætti hin ágæta söngkona og glæsilega stúlka að geta vanið sig, og yrði þá með- ferð hennar öll í söng og leik i full- komnu samræmi hvað við annað. Kristinn Hallsson er skínandi góður djákni, virðist honum vera gefin sú mikla náðargáfa, að sjá hið broslega í lifinu og kunna að túlka það, auk þess sem söngur hans er ágætur. önnur hlutverk eru lítil og mun Þorsteinn Hannesson verða minnisstæðastur fyrir meðferð sína á Spoletta, fulltrúa lögreglustjórans. Ég er ekki dómbær á hljómlist, en leik- mannseyru mín sögðu mér, að hljómlistin hefði á köflum verið sterkari en góðu hófi gegndi, og ]>að svo, að varla heyrðist til söngvaranna. f þriðja þætti fannst mér meira. samræmis gæta og heildar- blærinin verða fegurstur. Full ástæða er til að óska Þjóðleikhús- inu til hamingju með hvennig af stað er farið að þessu sinni. ★ Romanoff og Júlía. Gamanleikur í þrem þáttum eftir Pet- er Ustinov. SigurSur Grfmsson ís- lenzkaSi. Leikstjóri: Walter Huthl. Þjóðleikhúsið hefur á þessu leikári vandað leikritaval sitt svo af ber, og er þar um gleðilega framför frá fyrra leik- ári að ræða. Gamanleikurinn Romanoff og Júlía er þannig saminn, að hann hef- ur eitthvað handa öllum. Glensið og gamanið handa þeim, sem ekki skilja hin dýpri sannindi og boðskap sem i honum felst. Mannúðar- og friðarhugsjónina handa hinum, sem ekki láta sér lvnda innantóma gamanleiki. 246 Leikurinn gerist á vorum dögum og átökin milli austurs og vesturs eru aðal- uppistaða hans, en ástin, þetta alþjóða- afl, þekkir engin landamæri og þess vegna verður sonur rússneska sendiráð- herrans ástfanginn í dóttur bandaríska sendiráðherrans. Hvernig jafnalvarlegu máli lýkur verða lesendur að athuga sjálf- ir, ég vil ekki svipta þá ánægjunni af bráðskemmtilegum leik með því að segja of mikið. Róbert Arnfinnsson sýnir þama mann- gerð, sem hann hefur ekki túlkað áður, hershöfðingja, sem jafnframt er forseti lítils lands, sem bæði stórveldin vilja fla'kja í valdagam sitt. Vafalaust myndi margur óska, að eins auðvelt væri að ýta þeim frá sér eins og hann gerir, þeg- ar hann ýtir báðum sendiráðum stórveld- anna frá miðsviðinu. Róbert er bæði gla^silegur og virðulegur í hershöfðingja- búningnum, en hlutverkið gefur ekki til- efni til hádramatískra átaka. Eigi að síð- ur hefur Róbert enn einu sinni minnt á, að hann er í fremstu röð islenzkra leik- ara. Valur Gíslason og Inga Þórðardóttir eru prýðileg sendiráðheirahjón. Sendiráð- herrann hefur sjálfur verið virkur í bylt- ingunni 1917, en vitanlega verður hann að sa'tta sig við, að njósnað sé um hann og njósnarann leikur Helgi Skúlason með ágtæum. Þeir, sem ekki hafa gert sér grein fyrir því áður hversu ömurlegt það er að búa í þjóðfélagi ]>ar sem allir njósna um alla, geta kyimt sér það með því að hlusta á samtal rússnesku sendiráðherra- hjónanna, sonar þeirra og bílstjóra. Benedikt Árnason leikur illu heilli son- inn og er leikur hans með því lélegasta, sem hugsanlegt er að bjóða leikhúsgest- um. Sem elskhugi er hann fráleitur svo aðeins orð þau, sem höfundurinn leggur honum í munn geta gert það á nokkurn AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.