Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 13
Séra Einari hefir verið létt uiti að
yrkja, enda bera kvæði hans þess vott,
lífsskoðun hans er bjartsýn, trú hans
mild. Hann vill heldur ekki liggja á liði
sinu eða setja Ijós sitt undir mæliker:
Heilagur andi hvert eitt sinn
hefir ]>að kennt mér, bróðir minn.
lífsins krydd, ef litið finn,
að leggja ]iað ekki i kistur inn.
Hann skilur vel gagn og gildi kveð-
skaparins:
Kvæðin hafa þann kost með sér,
þau kennast betur og lærast ger,
en málið laust úr minni fer,
mörgum að þeim skemmtan er.
Þarna kemur enn fram sjónarmið
kennarans, fræðarans.
Eins og áður var sagt, var séra Ein-
ar rmikið trúar- og sólmaskáld. En það
er eftirtektarvert, hve frjálslyndur og við-
sýnn hann virðist hafa verið og laus við
ofstæki. öld lians var þó engan veginn
lin í kröfunum í trúmálum, kirkjan ný-
risin upp úr eldskirn siðaskiptanna,
ströng, harðskeytt og þung á brúnina.
Eins og kunnugt er var María guðsmóðir
helzta yrkisefni skáldanna í kaþólskum
sið, — og líklega óhætt að segja: kær-
asta yrkisefnið. Það var sem arnsúg
drægi í flugi skáldanna, er þau komu að
hinni heilögu mey. I.ilja Eysteins og
Rósa Sigurðar blmds, nægja því til sönn-
unar, auk aragrúa af öðrum gildisrýr-
ari kvæðum. Þessi Maríudýrkun var auð-
vitað ekki að skapi Lúthers-kirkjunnar
fremur en önnur dýrkun helgra manna.
Samt gerist Einar prestur í Eydölum,
vinur og helzta skáld hins stranga Guð-
brands biskups, svo djarfur að yrkja
Maríuvísur. Varlega fer hann að vísu,
hann telur, að eldri skáldin hafi tignað
Maríu úr hófi fram, en — hann bendir
á, að nýju öfgarnar séu engu betri:
A K R A N E S
Nýju skáldin nú eru blekkt,
nálega var eg svo lengi,
eg liugða mesta synd og sekt,
ef söng til þess
Maríu vess,
maður og kvinna i máli hress,
nð María lofgerð fengi.
Nú vil eg bæta beggja ráð,
þvi bið eg þess heilagan anda,
Mariusonarins mjúka náð
mér sé nær
og hjarta kær,
mætta eg hróðurinn vanda.
Gjör þú mig svo góðan smið,
græðarinn elskuríki,
af fornu gulli fræða eg rvð,
þar farið var villt
og lofinu spillt,
en Maríu fengi eg heiðran hyllt,
svo himnaföðumum líki.
Sumir gizka á, að hér sé um kaþólsk
áhrif að ræða, enda var séra Einar að
nokkru leyti alinn upp í kaþólskum sið,
fæddur 1538. En ekki er heldur hægt að
efast um, að séra Einar ha'fi verið sann-
lútherskur. Þess eru ekki merki í kvæð-
inu, að hann hneigist til kaþólsku. Nei,
langsennilegast er, að sá góði maður,
Einar í Eydölum, hefi hér ort svo, vegna
þess að hann var enghm hleypidómamað-
ttr, heldur víðsýnn og frjálslyndur, og
ekki bundinn á kredduklafa og kennisetn-
inga. ITann segist vilja „bæta beggja ráð“,
hann sér fleiri en eina hlið á málinu,
eins og venja er gerhugalla manna. Séra
Einar hefði sennilega ekki átt miklum
frama að fagna í pólitískum flokkum nú
á dögum. Hann hefði alltaf getað litið
eitthvað hjá andstæðingunum réttu auga
og því aldrei getað orðið það, sem nú er
kallað góður flokksmaður.
Það, sem gerir margt af guðrækilegum
skáldskap séra Einars aðgengilegt og lif-
rænt, er ])að hve viða kemur þar fram
innileg persónuleg tilfinning. Þannig er
217