Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 22

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 22
Búnaðarsambands Vestfjarða frá 1924—- 1942. Hann. átti sæti í héraðsnefnd Vest- ur fsafjarðarsýslu, sem annaðist undir- búning hátíðahalda heima i héraði og þátttöku héraðsbúa í Alþingishátiðinni að Þingvöllum 1930, og var oddviti yfir- kjörstjómar Vestur-fsafjarðarsýslu frá 1915 til dauðadags. Er þetta ljós vottur um það mikla traust almennings, sem Kristinn naut. Fyrstu kynni mín af Kristni á Núpi urðu fyrir 50 árum, og eru tengd við bindindisstörf og sönglist. Síðar kynntist ég homun sem búnaðarfrömuði sam- vinnumanni um félagslegar framfarir og sveitunga. öll voru kynni þessi vaxandi. Þau voru staðreynd um fjölhæfan, víð- sýnan gáfumann, sem ávallt fylgdist með tímanum og þróuninni. Kristinn Guð- laugsson var því að vonum og makleg- leikum virtur og vel metinn af öllum kunmugum, og mest af þeim, er þekktu hann bezt. Það er tæpast hægt að taka einn þátt öðrum fremur í starfi og persónu Krist- ins á Núpi, því að hann var mjög heil- steyptur í starfi og huga. Ef ég ætti að nefna eitt öðru fremur verður mér efst í minningunni hófstilling hans. Hún var frábær, og samt var hann geðrikur undir niðri. En það dásamlegasta við hina þjálf- uðu hófstilling Kristins á Núpi var það. að hún var ekki utan að lærð heldur hon- um í blóð borin. Hann vildi sætta, vildi þjóna góðmn málum, og því bægja burtu reiði og vanstillingu. Góður maður á ekkert helgara en sinn eigin skjöld. Kristinn vildi halda skildi sínum hrein- um og flekklausum. Gáfumaður og gæfumaður er oft sitt hvað í okkar efnislega heimi. Hjá Kristni á Núpi fór þetta tvennt saman. Að vísu mætti hann örðugleikum ýmsum á langri ævi. En þeir buguðu hann ekki, heldur urðu honum vegur vaxtar og þroska. Gull hans var hreint og þoldi vel að próf- ast í eldi.örðugleika. Ef tákna á lífsstarf Kristins á Núpi í fáum orðum verður það ekki gert á annan réttari hátt en að nefna það vakn- ingu eða tamningu. Hann var vökumað- ur, glöggskyggn og viðskyggn. Hann vildi vekja. Fá fólkið til þess að hugsa, skilja og vilja. Hann sneri máli sínu fyrst og fremst til vestfirzkra og íslenzkra bænda, því að þeim var hann nánast tengdur, en áhugi hans var enn viðfeðmari. Hann var bundinn við allt það, sem hann trúði og treysti að efla mætti hag og heill allr- ar þjóðarinnar. Þar var hann ekki bund- inn við héruð, stéttir né flokka. II. Síra Sigtryggur Guðlaugsson. Kristinn á Núpi gerði meira en gefa Vestfirðingum sjálfan sig. Hann gaf þeim einnig bróður sinn, síra Sigtrygg og Sig- rúnu, systur sina. Mikið ástríki var með þeim systkinum öllum, svo sem algengt var fram til skamms tíma. Þau vildu öll vera sem nálægust. Signin kom hing- að vestur næst á eftir Kristni, og varð húsfreyja að Arnarnesi, skammt frá Núpi. Og þegar Dýrfirðingaþing (Mýra-, Núps- og Sæbóls-sóknir) losnúðu við brottför merkisprestsins, síra Þórðar Ól- afssonar að Gerðhömrum, sótti síra Sig- tryggur um prestakallið til þess að geta verið í sambýli við bróður sinn og í ná- lægð við systur sína. Og það urðu engin stundarráð. Síra Sigtryggur kom ekki að Núpi til þess að flytjast þaðan brott aftur, heldur til þess að ufla þar ævidaga alla, sem honum guð sendir. Samstarf þeirra bræðra var jafnan með miklum ágætum. Þeir studdu og hvöttu hvor annan, ef með þurfti. Út á við er 226 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.