Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 32
•norski presturinn i Milvaukee lætur sér
eins annt um íslenzka sem norska og
norski presturinn skrifaði einum yfir-
manni eða biskup, sem var 80 milur
upp á landinu, og biskupinn skrifaði ein-
um merkisbónda og beiddi hann fyrir
okkur. Til hans fluttum við okkur og
strax og við komum til hans, léði hann
okkur hús og ofn fyrir ekkert í vetur.
Með okkur hafa alltaf verið islenzk hjón,
Jón og Karólina norðan úr Hrútafirði.
Þau eiga þrjú ung börn. Eitl misstu þau
í vetur, sem fæddist í sumar, þau eru í
sama húsi, og okkur öllum gefinn matur
að lifa á i vetur og við að brenna. Grím-
ur lá veikur á hospitalinu í sex vikur og
Imba varð veik lika og var flutt á hospi-
talið, þar var hún i sjö vikur. Þeim var
báðum gefið, þegar þau fóru, alfatnaður
nýlegur. Ekkert kostaði að vera í hospi-
talinu fyrir þá sem ekki gátu borgað, en
3 dollara um vikuna fyrir þá sem geta
borgað og þeir, sem ekkert hafa að lifa
á, og enga forþénustu hafa í Milvaukee
er skaffaður matur til að lifa. Þar eru
margar þúsundir, sem enga forþénustu
hafa og hér upp á landinu er ekki golt
að fá vinnu í vetur og hér er ekki goldið
meir en 10 dollara um mónuðinn, vön-
um mönnum, hér npp í landinu. En þeg-
ar sumarið kemur ,'fæst 'hér nóg að gera
og þá fær vanur og duglegur maður frá
40—50 dollara um mánuðinn, en óvanir
ekki undir 20 dollara um mámuðinn.
Kvenfólk 1—2 dollara um viku. Ennfrem-
ur er lengri vinnutími en i stöðunum og
betra þykir flestum að lifa hér á landinu
en ó stöðunum. Þó er nú margt, eða
flest, með betra verði í borgunum en í
smákaupstöðum uj)pi ó landinu, en ný-
komnum eða framandi verður það fyrst
fyrir að setjast að í borgunum, og þar
hitta flestir sína landa. Svo er fyrir is-
lenzkum þeir halda sig að norskum eins
og þeir væru þeirra landar.
Hér er landið mikið fagurt og skemmti-
legt, allt flatt með óvala hæðum og skógi
sums staðar og skóglausum víðáttum. Hér
er ekki mikill skógur, þvi að hér vex
ekki greniviður til húsabygginga, hann
fæst ekki nær en 100 milur hér vestur í
fylkinu. Hér vex mest eikviður og ösp.
Hér vaxa ekki aldin eða ávextir, nema
það, sem plantað er til, svo sem epli og
fleira. Hér verður tekið til vorverka að
þrem vikum hér. frá. Þá eru fyrst grafn-
ar upp eikur til eldiviðar og til að upp-
ra>ta rótina úr ökrunum. Svo hafa bænd-
ui- kvikfénað, hesta, kýr, kindur, svín og
fugla, sem allt er haft i umgirtum ökr-
um að sumrinu, svo ekki gangi það
i hveitiökrumum. Sauðkindur eru ekki
likar þeim á íslandi. Þær hafa stutta og
hrokkna ull og langa rófu, fle.star koll-
óttar. Hestar eru hér stærri og sterkari
en á íslandi, enda eru þeir brúkaðir
svert heila árið fyrir vögnum og plógum,
því að hér eru hveitiakrar plægðir haust
og vor. Plógurinn rótar jörðinni um likt
og stungnir upp kartöflugarðar á Islandi.
Hér í þessu fylki fær maður ekki keypt
land og ekki nan en 100 mílur hér vestur
eða í fylkinu Minnisota. Hér sjást ekki
fjöll, því að þau eru ekki nær en fimm
eða sex hundruð mílur hér vestur. Hér
er hver frjáls að halda sinurn trúarbrögð-
um og engir vanvirða aðra fyrir trúna.
Hér eru allstaðar frískólar, og allir njóta
jafnréttis að ganga í skóla hverrar þjóð-
ar, sem þeir eru. Allir njóta jafnréttis ef
til laganna er leitað, hverrar þjóðar sem
eru. Hér eru allslags þjóðir og hér held-
ur hver sinni trú.
Við höfum þann sið, eins og á Islandi,
að lesa í heimahúsum á hverju kvöldi.
Norskum þykir það fallegur siður. Hér
(Framhald á bls. 2/3)
236
AKRANES