Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 6
um vér söknuð og sársauka hans, er
hann verður að viðurkensna, að þetta
blóm jarðar sé að fölna. — Hann sér eng-
in ráð gegn kúgunarvaidinu. En hann
eygir von fyrir því. Von, sem oss mundi
sjálfsagt ekki hafa í hug komið, þótt vér
sjáum þar af hvert feður vorir hafa leit-
að til þess að fá von sinni haldið. Hann
segir:
Ei hefi’ eg þetta orkt af þvi
til óvirðingar þýða.
Fyrnist Island fríða.
En hann hætir við:
Það yngist og blómgast aftur á ný
eftir hinn mikla Drottins dóm
þá fegrast jarðarblóm.
Á leið til himins langar mig
því lifa þar Guðs böm fróm.
Fyrnist fsland fríða.
Mér fannst átakanlegt að lesa þetta í
hljóðri næturkyrrðinni, og sjá, hve langt
menn hafa fyrir rúmlega þrem öldum
orðið að sækja vonir sínar um framtíð
landsins. En voninni sleppir hann ekki
fyrir því. Þvi að þótt allt annað bregðizt,
þá veit hann, að eftir hinn mikla dóm
Drottins kernur ný jörð, þar sem rétt-
læti býr. Og þá fegrast jarðarblómið —
ísland.
„Það yngist og blómgast aftur á ný,
eftir hinn mikla Drottins dóm, fegrast
jarðarblóm", segir hann.
Vér finnum þá, hve honum, sem út-
lagði síðasta versið i sálmabókinni, hefir
verið mikils virði að geta þó haldið þess-
ari von, þó að allt annað brygðist.
Vér finnum, hversu hann hefir verið
tilbúinn að lyfta höfði, móti vorboðanum,
þegar dagur Krists nálgaðist.
Á vorum dögum verðxnn vér mörg
svartsýn, eins og hann, þó af öðrum til-
efnum sé. En eygjum vér þá vorboðann
sama og hann, ef allt annað kynni að
bregðast? Eigum vér þessa þrautavon,
sem hann átti, þegar aðrar vonir höfðu
brugðizt íhonum?
Erum vér, eins og hann tilbúin að
lyfta höfðum móti vorboða, þótt allt
annað bregðist og farist? Verðum vér
ekki miklu fremur að lúta höfði en lyfta
þvi? Verðum vér ekki jafnvel mörg í
auðmýkt að játa, að vér óttumst það,
sem hann gat á byggt sína síðustu von?
Hve miklu ifátækari emm vér þá i
raun og veru en hann, sem söng sinn
vonaróð á dimmri öld, ef oss er þar ótt-
inn, sem vonin var hans?
En ef svo er, sem vera mun hjá mörg-
um af oss, — hver ráð eru þá til þess að
eignast þetta, sem hann treysti á? Ég
hygg, að vér eigum það ráð í guðspjalli
þessa dags. Vér eigum það í þessum orð-
um Jesú: Himinn og jörð munu líða und-
ir lok, en mín orð munu ekki undir 'lok
líða! Því að hvað segja þau orð hans?
Þau segja oss þann eimfalda sannleik, að
vér megum treysta honum, því að þótt
allt annað bregðist, já þótt himinn og
jörð fyrirfarist þá er hann samt trúri
Hans loforð verða haldin. Hans ást þrýt-
ur ekki, því- að fyrirheit hams eru föst.
Þess vegna megum vér treysta á þau,
livað sem á dynur, og hvernig sem heim-
urinn veltist. Þótt heimurinn farist þá
standa hans orð. Og þótt himnar hrynji.
þá eru loforð hans stöðug. — Því þurf-
um vér ekkert að óttast, ef vér treystum
á hann. Því að ef vér erum nógu sterk
í trúnni, gætum vér, hvað sem oss mætir,
tekið undir orð skáldkonunnar og sagt:
Gott er oss allt í gleði og sorg. Guð er vor
fasta borg. — Treystum þvi honum, biðj-
um hann. Vonum á hann. Hann er hið
eina, sem fast er.
Amen.
21 o
A K R A N E S