Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 56
Þeirra börn: 1. Jóhansna, sem býr með
móður sinni. 2. Ámi, bóndi á Stafholts-
veggjum. 3. Kjartan, núverandi skjala-
vörður Alþingis.
Jóhannes bjó um 40 ára skeið í Bakka-
koti með móður sinni og systkinum.
Hann segir, að ferðalögin hafi oft verið
erfið um Borgarfjörð áður en vegirnir
komu til sögunnar. Kynni hann áreiðan-
lega frá mörgum svaðilförum að segja.
Þau systkin fluttust til Akraness fyrir
12 árum, en voru aðeins 2 ár í Aðalbóli.
Þaðan fóru þau að Sunnubraut 9, og þar
andaðist Kristrún 1956, en nú er Jóhann-
es dvalarmaður á Elliheimilinu. Jóhann-
es Einarsson er óvenjulega prúður mað-
ur og grandvar. Systkini hans voru:
1. Sigurður, lærður smiður, dó í Bakka-
koti rúmlega fimmtugur. Sonur hans,
Kristján, póstmaður í Reykjavík.
2. Jón, dó rúmlega tvítugur (var floga-
veikur).
3. Kristján, afbragðsmaður, dó á Akra-
nesi úr lungnabólgu, aðeins 24 ára
gamall.
4. Sigfús, heilsulaus frá bamdómi, en
dó í Bakkakoti, þá kominn fast að
áttræðu.
5. Einar Melkjör, dó í Bakkakoti.
6. Kristrún, fyrmefnd, dó hér.
Jóhannes var yngstur þeirra systkina.
Árið 1943 er þar þá einnig Ágústína
Björnsdóttir, 72 ára, og sonur hennar.
Guðmundur Guðmundsson, en þeirra
verður betur getið í sambandi við Suð-
urgötu 19, er Guðmundur byggði 1931.
Árið 1948 kaupir Felix Edvardsson
sjómaður, Aðalbólshúsið og færir það hið
sama ár á lóðina Vesturgötu i2ib. Þar
búa þau síðan til ársins 1955, en flytja
þá i nýtt hús, er hann byggir við Vestur-
götu 113. Felix er f. í Stykkishólmi 27.
október 1898. Kona hans er Guðrún Lár-
usdóttir, og er f. á Sandi 29. okt. 1912.
Þau eiga þessi böm: Högna, Lárus, Ed-
vard, Katrínu Hlíf, Friðu Guðrúnu og
Gylfa.
Árið 1955 kaupir svo Gunnlaugur
Magnússon húsið. Hann er f. 9. júní
1920. Foreldrar: Magnús Friðriksson frá
Gjögri og kona hans, Jóna Pétursdóttir.
Kona Gunnlaugs er María, f. 25. júní
1922, Árnadóttir frá Hólmavík, Andrés-
sonar. Þau eiga þessi börn: Þuriði, Finn-
boga, Val og Jónínu.
LEGIÐ BRÉF AF LANGANESI
(Framhald. af bls. 241)
Hér má oft líta þá morgundýrð á lofti,
við sólgylltan sæ og gulls- og purpura-
reyfuð fjöll (Austfjarðafjöllin) litskrúð
og breytileiki meiri en ég liefði getað
látið mér detta í hug að til væri. Raunar
'er dýrð tilverunnar, mikilleik og fegurð
alls staðar að finna, ef við bara stöldrum
við til að gá að því.
VéÖrabreyting og vistaskipti.
Þótt væri í surnar 'hér vieðráttan blið,
og velgengni hjá okkur öllum,
um Langanesið nú herjar hríð,
og húfurnar hvítna á fjöllum —
Þá minnkar starfsmöguleikinn í hlut-
falli við hve heimþráin vex og þótt sam-
vinna allra sé ágæt og húsbóndinn öll-
um kær og virtur er ekki ólíklegt, að við-
lagið verði í léttum tón:
Hæ, hæ og hó, heyrist í köllum,
fjallið við kveðjum og höldum heim
og hamingjan sé með oss öllum.
í nestið heim er minningin um hin
auðu býli, minningartákn þess, er harð-
gert fólk barðist við ömurleg kjör að okk-
ur finnst, en erum við þá glaðari yfir
okkar hlutskipti? Jú, ef við lítum á þann
veginn, en starblínum ekki endilega á
hina, sem okkur finnst hafa það betra
en við. Með beztu kveðju.
260
AKRANES