Akranes - 01.10.1957, Page 57
r
SAGA
AKRANESS
Fyrsta bindið af heildarsögu Akraness frá upphafi er nýlega komið
út. Það er mikið rit, 527 síður með meira en 120 myndum. — í þessu
fyrsta bindi er rakin isaga fyrstu jarðanna á Skaga frá upphafi til þessa
dags. A sama hátt er þar rakin þróunarsaga útvegs á Akranesi og að
nokkru leyti í landinu frá fyrstu tið til yfirstandandi árs. Þar er ræki-
lega getið útgerðar Brynjólfs biskups Sveinssonar, er hann rak þar um
áratuga skeið. Hefur aldrei fyrr verið svo rækilega rakin útgerðarsaga
Brynjólfs biskups.
í bókinni er rækilega rakin þróunarsaga útvegsins, bæði hvað
isnertir skipastól og veiðiaðferðir, verkunaraðferðir og véltækni. Þarna
eru menn leiddir fram í þúsundatali, og er þar því ekki um litla ætt-
og mannfræði að raAða. Að likindum hefur engin byggðasaga á landi
liér verið svo ýtarlega rakin, sem þarna er gert. Er ætlun höfundar að
haga því á sama hátt framvegis, því að gert er ráð fyrir, að þetta sé að-
eins fyrsta bindi af finim.
Um bókina segir (Jón Helgason) svo m. a.: „öllum mái Ijóst vera,
a'Ö Ólafur B. Björnsson hefur unniÖ hcr mikið elju- og nytsemdaristarf.
Þó er þessi bók áðeins nokkur hluti þess,. Og hann hefur gert meira:
Hann hefur lagt í mikinn kostnáð og tvísýnu um endurheimt sinna
fjármuna, svo að ekki sé talað um laun fyeir þrotlaust starf .... Hvert
heirnili. þar sem borgfirzkt blóð rennur í œÖum, aetti aÖ sjá sóma sinn
í því áÖ kaupa þessa bók. Og allra helzt ættu Akurnesingar aÖ fornu og
nýju aÖ meta þetta mikla heimildarrit“.
AKRANESÚTGÁFAN.
fírim vifí Krókalón
AKRANES
261