Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 45 anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir starfslýsingar virðast henta sumu starfsfólki vel en opið skipulag öðrum. Velta má fyrir sér hvort opið skipulag geri meiri kröfur til starfsfólksins og krefjist meiri fag- þekkingar heldur en skýrar starfslýsingar. Í þeim leikskólum sem starfa eftir Reggio Emilia-starfsaðferðunum var lögð áhersla á samskipti sem byggja á virðingu starfs- fólks fyrir áhugasviði barna en meiri áhersla var lögð á ytri aga og reglur í þeim leik- skólum sem unnu samkvæmt Hjallastefnunni. Stefna varðandi samskipti og hlutverk starfsfólks var því vel skilgreind í öllum leikskólunum (Bergen o.fl., 2001; Cuffaro, 1995). Skipulag umhverfis leikskólanna var með ólíkum hætti og höfðu börnin aðgang að ólíku leikefni, annars vegar eingöngu að opnu leikefni í Hjallastefnuleikskólunum og hins vegar bæði opnu leikefni og hefðbundnum leikföngum í Reggio Emilia-leikskól- unum. Þátttakendum í rannsókninni fannst leikefnið örva leik barna og frumkvæði eins og leiðbeiningar Aðalnámskrár leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999) kveða á um hvort sem um opinn efnivið var að ræða eða hefðbundin leikföng. Er það í sam- ræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að börn læra í því umhverfi sem þeim er skapað og nýta þann efnivið sem er fyrir hendi til að kanna umhverfið og þróa leik sinn (Cannella og Kincheloe, 2002). Foreldrasamvinna var með nokkuð hefðbundnum hætti í öllum leikskólunum. Þó voru farnar nýjar leiðir í foreldraviðtölum í Hjallastefnuleikskólunum sem fóru fram heima hjá börnunum á frídegi foreldra. Leikskólastjóri Kletts, sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia, kvartaði yfir því að erfitt reyndist að fá foreldra til að taka virkan þátt í daglegu starfi leikskólans, honum fannst foreldrasamvinnan of mikið bundin við skipulagða viðburði. Hann taldi langan vinnudag foreldra íslenskra barna og tímaskort vera það sem hamlaði virkari þátttöku foreldra í leikskólastarfinu. Eru þessar niðurstöður í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna á samvinnu foreldra og leikskóla (Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2007; Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2009). lokaorð Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhrif starfsaðferðar leikskóla séu tölu- verð og má telja hana hafa afgerandi áhrif á nám og menntun leikskólabarna. Vert er að minnast hugleiðinga Dahlberg, Moss og Pence (2007) um að erfitt sé að teikna upp hið fullkomna leikskólastarf þar sem margar leiðir sé hægt að fara að sama marki. Þau hafa bent á að gæði leikskólastarfs velti á gildum og viðhorfum þeirra sem að því koma. Það staðfestir þessi rannsókn. Börn, foreldrar og starfsfólk eru ekki einsleitur hópur með sömu áherslur. Því hlýtur að vera mikilvægt að til séu leikskólar sem beita ólíkum starfsaðferðum í námi og uppeldi barna sem allar byggi þó á leiðbeiningum Aðalnámskrár leikskóla, lögum um leikskóla og reglugerðum þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.