Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201120 „SamfÉlagiÐ VerÐUr aÐ gera Upp ViÐ Sig til HVerS SKÓli er“ og margslungið og hann þarf að velta vandlega fyrir sér hvernig hann sinnir því. En jafnframt verður að vera ljóst að það er langt frá því að kennarar eða skólinn geti leyst öll helstu viðfangsefni samfélagsins eða eigi yfir höfuð að gera það; t.d. að tryggja félagslegan jöfnuð. Mælikvarðar á skólastarf Nú virðist vera rík tilhneiging til þess að mæla afrakstur skólastarfsins, en er ekki erfitt að mæla manneskjulegheitin? Jú, og ég hef einmitt haft áhyggjur af þessu; við mælum það sem við kunnum að mæla og það ræður síðan ferðinni. Ákvarðanir um hvað og hvernig á að meta verður að taka á málefnalegum grunni en ekki tæknilegum. Þetta á bæði við um nemendur og kennara. Öll kerfi sem mæla framvindu nemenda og árangur kennarans í starfi krefjast þess að bæði kennarar og nemendur sýni eitthvað mælanlegt. Rousseau mælir með því að börn séu frjáls en er í raun að tala um frelsi í mjög stýrðu umhverfi sem kennari þeirra mótar. Hann segir eitthvað á þessa leið: Þú átt að gera allt, en það á að líta út fyrir að þú sért ekkert að gera. Ég tel að við verðum að endurvekja þessa flóknu hugmynd um fagmennsku starfsmannsins og við verðum að mennta kenn- ara þannig að þeir verði dómbærir á störf félaga sinna og verði þannig ábyrgir fyrir mælikvarðanum. Þetta verði svipað og þegar fræðimenn nota dómgreind sína til þess að meta hvort félagar þeirra hafi staðið faglega að verki í ritun fræðigreina. En það er vandmeðfarið að móta hvatningar- eða launakerfi kennara sem er byggt á sýnilegum afrekum þeirra. Vandinn er tvíþættur. Annars vegar má vera að sá kennari sé bestur sem ekki er augljóslega virkur í daglegu starfi sínu, m.a. vegna þess hve vel hann hefur undirbúið þau verkefni sem hann leggur fyrir, eða vegna þess námsumhverfis sem hann býr nemendum sínum. Hins vegar er vandinn sá að mikilvægasti afrakstur menntunar verður ekki ljós fyrr en löngu eftir að kennslu lýkur og jafnvel þá er bæði erfitt að mæla hann og greina nákvæmlega hverju góður árangur er að þakka. Fagmennska Hvernig getur háskóli stuðlað að því að góðar hugmyndir um kennslu þynnist ekki út þegar út á starfsvettvang er komið? Ég tel að það sé tvennt sem þurfi til. Stofnanir sem mennta kennara verða, umfram allar aðrar stofnanir, að vera mjög uppteknar af markmiðum, bæði eigin markmiðum og markmiðum skólans sem nemendur munu síðar kenna við. Það verður að leggja mikla rækt við þetta, ræða sífellt um hlutverkið frá mörgum ólíkum hliðum, hver séu verkefni hvers skólastigs og stofnunarinnar sjálfrar sem menntar kennarana. Aldrei er hægt að vinna verk vel nema ljóst sé hvert verkefnið er. Í öðru lagi verður nemandinn að vera ákveðinn í því að verða fagmaður sem er að fást við flókið verkefni, átta sig á að það sé tímafrekt að ná tökum á því og skila því vel. Ekki er nóg að læra tiltekið fag og fá smáleiðsögn í kennslufræðum og síðan sé hægt að einhenda sér í verkið. Sú hugmynd gengur ekki upp þótt margir haldi það. Mikilvægi skólastarfs krefst þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.