Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 126

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011126 tÓnliStarnámSefni fyrir leiKSKÓla – tVÖfaldUr fengUr! leikskóla, nótur og texta af sönglögum og fjallað um hlustun og hljóðgjafa. Í síðasta efnishlutanum eru kynnt algengustu gítargrip og ásláttur með nokkrum sönglögum. Í lok bókarinnar eru síðan ítarlegar hagnýtar upplýsingar um flokkun sönglaga og upplýsingar um efni og flytjendur á diskum ásamt lagalista, heimildalista og nafna-, atriðisorða- og tilvísanaskrám. Í fyrsta hlutanum gefur höfundur lesanda nokkra innsýn í fræðin sem liggja að baki tónlistarfræðslunni. Fjallað er stuttlega um tónlistina sem fyrirbæri, þátt hennar í þroska barna og mismunandi kennslustefnur í tónlistaruppeldi. Þessi hluti bókarinn- ar er eins konar fræðilegur inngangur að því sem koma skal. Meginþungi bókarinnar liggur síðan í miðhluta hennar (bls. 46–196) sem ber yfirheitið Tónlist í leikskóla eins og nafn bókarinnar. Þar er fjallað um tónlist sem námsþátt í leikskóla og unnið út frá Aðalnámskrá leikskóla, þar sem tónlistin er flokkuð í fjóra námsþætti. Þeir eru söngur/ talrödd, hreyfing, hljóðfæri/hljóðgjafar og hlustun. Öllum fjórum þáttunum eru gerð nokkur skil. Fjallað er um hljóðfærin í máli og myndum, um mikilvægi hlustunar og hreyfingar og síðast en ekki síst söngs. Höfundur gefur mjög skýr dæmi um hvernig byggja megi upp söng- og tónlistarstundir í leikskóla með því að setja upp skipulag tíma og kennsluleiðbeiningar fyrir kennara þar sem efninu er raðað í tímaröð, það flokkað og skráð með tilliti til inntaks, kennslugagna, aldurs barna og fjölda. Þessi uppsetning á örugglega eftir að verða mörgum leikskólakennaranum fengur, sérstak- lega þeim sem eru að hefja starfsferil sinn. Höfundur fer einnig nokkuð yfir vinnulag þemavinnu og samstarfsverkefna, hlutverk kennara og námsmat og loks eru gefnar hugmyndir að námsefni. Þar eru tilgreindir hljóðleikir, nótur og textar sönglaga og þulur og gefnar hugmyndir að umræðuefni og inntaki þeirra tónverka sem fylgja á diski nr. 3. Eftir að hafa flett svolítið í miðkaflanum til að fá samhengi velti ég því fyrir mér hvort betra hefði verið að skipta bókinni skýrar upp. Í raun virðist bókin bæði geta verið hluti af námsefni fyrir verðandi leikskólakennara og námsefni fyrir leikskóla. Enda segir höfundur í formála bókarinnar að tilgangur hennar sé „að skoða hvaða tilgangi tónlist gegnir í lífi ungra barna“ (bls. 7), en einnig er henni ætlað „að bæta úr brýnni þörf á námsefni fyrir leikskólastigið“ (bls. 7). Það vegur þó létt á móti því framlagi sem bókin er til alls tónlistarstarfs í leikskólum. Í þriðja hlutanum geta notendur bókarinnar síðan spreytt sig á gítarspili. Þar eru gefnar leiðbeiningar um algengustu gítargrip, áslátt og einföld sönglög, sem vinsæl eru hjá börnum, sem æfingaefni. Þetta er bráðsnjallt fyrir verðandi leikskólakennara og aðra sem vilja geta spilað undir söng. Þrír geisladiskar fylgja bókinni og eru þeir ómissandi við notkun efnisins. Tveir þeirra innihalda sönglög og sá þriðji upptökur valinna verka í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Sá fyrsti inniheldur sönglög, meðal annars í flutningi Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur og Arnar Magnússonar. Allt yfirbragð flutningsins og undirleikur er afar hófstillt og smekklegt. Píanóið er mest notað sem undirleikur við sönginn en einnig alls kyns gömul en þó „nýstárleg“ hljóðfæri í þeirri meiningu að í þeim heyrist sjaldan. Þetta eru symfónn, gígja, gemshorn og langspil. Mest virtust þau notuð í sönglögum sem tengdust hreyfingu og myndaði það skemmtilega heild ásamt mótvægi við lög sem fyrst og fremst eru hugsuð til söngs. Sérlega skemmtilegt fannst mér að heyra bjarta barnsröddina hljóma með annars tærri rödd Mörtu í sumum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.