Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 57 BrynJar ÓlafSSon og gÍSli ÞorSteinSSon líkön sem gerð voru með sög án þess að nota hefil. Þjalir og sandpappír voru ekki notuð þar sem bannað var að hylja galla eins og rispur og för. Nemendur voru látnir gera æfingar til að þjálfa þá í notkun verkfæra. Til dæmis þurftu þeir að saga saman og hefla í takt. Kennsluáætlunin varð að vera sveigjanleg til að geta einnig mætt þörfum mismunandi einstaklinga. Trésmíði var eina viðfangsefnið þar sem tíminn sem ætlaður var kennslunni þótti takmarkaður (Bennett, 1937). Mynd 3. Úr kennslustund í danskri skólastofu um 1900 Almennir grundvallarþættir dönsku skólasmíðinnar voru: 1. Upphaf allra kennslustunda skyldi byggjast á eðlislægum áhuga barnsins. 2. Smíðaefnið átti að vera viður og eingöngu skyldi nota algeng verkfæri. Smíða- verkefnin áttu að vera hlutir úr daglegu lífi, sérstaklega þeir sem þurfti að mála. 3. Kennsluna átti að skipuleggja þannig að hún samanstæði af (a) takmörkuðum fjölda smíðaverkefna og æfingum í beitingu verkfæra og (b) ótakmörkuðum fjölda samstæðra verkefna. 4. Kennslustundir áttu að byrja á æfingum sem ætlað var undirbúa smíði hinna eiginlegu verkefna. Æfingar í ákveðnum verkþáttum átti að iðka hvenær sem kennara þótti þess þörf og urðu þær að tengjast smíðaverkefninu. 5. Bæði átti að kenna öllum bekknum saman og einstökum nemendum sér. Bekkjar- kennsluna átti að viðhafa til að kenna vinnustellingar, sýna rétta notkun verkfæra og rétta verkaröð, t.d. við samsetningu hluta. 6. Þegar öllum bekknum var kennt átti að sýna hlutinn sem fyrirhugað var að smíða og útskýra gerð hans, t.d. smáatriði er vörðuðu samsetningu hans. Kennarinn átti að teikna verkefnin á töfluna og nemendur síðan að teikna þau í minnisbækur. 7. Verkfæri átti að velja eða búa sérstaklega til þannig að þau hentuðu stærð barna og líkamsstyrk. Nemendur máttu ekki nota beitt verkfæri fyrr en notkun þeirra og virkni hafði verið útskýrð að fullu. 8. Ekki mátti útmá för eftir bitjárn eða sagir með yfirborðsmeðferð. (The Danish slöjd guide, 1893, bls. 2–5, íslensk þýðing greinarhöfunda)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.