Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 21
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 21
elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r
að rík fagmennska sé lögð því til grundvallar. Auk allrar þeirrar kunnáttu sem kenn-
ari verður að hafa í farteskinu þarf hann að hafa sterka tilfinningu fyrir því hvert
hlutverk hans sé og til hvers menntunin sé. Þetta síðastnefnda er það vandasamasta og
kennari þarf stöðugt að ígrunda það svo að hann viti hvað hann er að gera. Faglegur
kennari er skapandi og hefur sjálfstraust, hann gerir sér grein fyrir því að hann er að
mennta fólk til þess að taka virkan þátt í margbrotnu samfélagi. Forgangsröðun hans
er að því marki skýr, en hún nær jafnframt til ótrúlega margra verkefna. Fagmaður
gerir sér góða grein fyrir því hve margslungið þetta er og jafnframt hvernig hægt
sé að ná mikilvægustu markmiðum menntunar við ólíkar aðstæður og með ólíkum
nemendum.
Það er vandasamt að skipuleggja skólastarf svo saman fari góður skilningur, sjálf-
stæð virkni og öguð vinnubrögð nemandans og þjálfun til verka, en jafnframt að
raunverulega sé hvatt til hugmyndaauðgi, frumkvæðis og sköpunar; nám sem gefur
nemandanum sjálfstætt vald á þekkingu sinni til þess að nota hana við ófyrirséðar
aðstæður. Hvað þarf til? Ég er sannfærður um að þetta verður aðeins framkvæmt í
skólastarfi með fagfólki, sem hefur skýra hugmynd um hvað það er að gera, veit hvað
þarf til og endurnýjar sig stöðugt í starfi sínu.
Það fer auðvitað eftir skólastiginu í hverju kunnátta kennarans á að felast, það
er stöðugt viðfangsefni að velta fyrir sér hvað leikskólakennari, grunnskólakennari
eða framhaldsskólakennari þurfi að kunna. Oft er talað um að kennarar á efri stigum
grunnskólans eða í framhaldsskólanum þurfi að hafa góða kunnáttu í fagi sínu, en það
á við um alla kennara. Skapandi kennari hefur djúpstæða þekkingu á hlutverki sínu,
faginu, nemandanum, vinnubrögðum og aðstæðum, þetta þarf allt að fara saman.
En það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir að allir kennarar á sama skólastigi hafi
nokkurn veginn sömu menntun; ég tel að það sé úrelt sjónarmið. En búi kennarar yfir
fjölbreyttri sérhæfingu verður skólinn að vera samstarfsvettvangur ólíkra fagmanna
sem bæta hver annan upp og bera virðingu fyrir fagmennsku hvers annars. Þannig
birtist fagmennskan hjá skóla sem heildstæðri stofnun. Það er liðin tíð að kennsla sé
einyrkjastarf og hver kennari sé látinn einn um sín verkefni. Kennsla, hvort sem er í
leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla, er samstarfsverkefni þeirra sem í
skólanum starfa.
Eina leiðin til þessa er að gera kennara að sjálfstæðum fagmönnum í þeirri merk-
ingu að þeir hafi góðan skilning á hlutverki sínu og bæði vald á efninu sem þeir kenna
og viti hvernig á að kenna það. En verkefnið breytist stöðugt. Og það er nákvæmlega
sama glíman hjá kennurum á hvaða skólastigi sem þeir eru, háskólakennarinn og leik-
skólakennarinn eru að fást við sama viðfangsefnið að þessu leyti.
Fimm ára kennaranám
Hvað viltu segja um fimm ára kennaranám?
Kennaraháskólinn mælti með því að lengja kennaramenntunina til þess að tryggja
fagmennsku í breytilegu samfélagi. Þegar hver einstaklingur er í skóla að lágmarki í
tuttugu ár í upphafi lífsferils síns, en iðulega hátt í önnur tíu þegar allt er talið, eru
sífellt meiri kröfur gerðar til skóla og kennara sem þurfa því trausta og góða menntun.