Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011102 námSmat Í náttúrUfræÐi Hugtakið réttmæti vegur einnig þungt þegar námsmat er annars vegar, því það gefur til kynna að hvaða marki við getum ályktað á grundvelli matsins um raunveru- legan námsárangur eða hæfni nemenda (Gronlund og Waugh, 2009), þ.e. hvort þeir hafi náð tökum á öllum þeim markmiðum og námsþáttum sem stefnt var að, hvort nýta megi niðurstöður til að spá fyrir um árangur eða hæfni við aðrar aðstæður og hvort það gefur tækifæri til að meta ákveðna þætti, til dæmis vitsmunalega hæfni á borð við rökvísi. Námsmatið á einnig stóran þátt í að móta nám og kennslu, hvort sem það er hugsað sem stuðningur við nám og kennslu eða vottun um árangur náms og kennslu. Þess vegna taldi Messick (1994) mikilvægt að gæta að áhrifum námsmatsins á nám og kennslu og afleiðingum þess (e. consequential validity). Við verðum því að spyrja spurninga eins og: Hvaða áhrif hefur námsmatið á námsáhuga? Stuðlar það að æskilegum námsvenjum? Mótar það hugmyndir nemenda um það hvað skipti máli í námi og hvað ekki? Hefur námsmatið hugsanlega neikvæð áhrif á námsáhuga? Hvaða áhrif hefur námsmatið á sjálfsmynd nemenda? Af augljósum ástæðum skiptir kennarinn og það hvernig hann fylgir ákvæðum námskrár miklu máli fyrir réttmæti námsmats í þessum skilningi, hvort sem er skólanámskrár eða aðalnámskrár. námsmat í náttúrUfræði Námsgreinin náttúrufræði eða öllu heldur náttúruvísindi1 eins og hún er nefnd í nám- skrártextum nú á dögum (sjá m.a. Menntamálaráðuneytið, 2007) spannar fjölmörg fyrirbæri náttúrunnar, jafnt hina dauðu sem hina lifandi náttúru. Þar er einnig fjallað um þátt mannsins í mótun eigin umhverfis og tækniþróun er grundvallast á vísinda- legri þekkingu. Ef tekið er mið af þróun náttúrufræði í almennum námskrám reynist ef til vill eðlilegra að tala um vítt námssvið fremur en afmarkaða námsgrein, því sviðið er breitt og það ristir djúpt. Sögulega séð byggjast náttúruvísindi í námskrám almenna skólakerfisins á grunni nokkurra hefðbundinna fræðigreina, einkum eðlis- fræði, efnafræði, líffræði, jarðfræði og stjörnufræði. En margvísleg þróun tækni og þekkingar, einnig félagsleg, uppeldisleg og pólitísk áhrif, hafa gert sviðið enn víð- tækara og flóknara. Stinner og Williams (2003) halda því fram að afleiðingin hafi orðið yfirhlaðin námskrá. Vandinn lýsi sér meðal annars í átökum milli ólíkra sjónarmiða og þar með samkeppni um svigrúm í námskránni. Til að skýra þetta líkja Stinner og Williams (2003, bls. 1027) námskránni við garð skrýddan fjölbreytilegri plöntuflóru þar sem nýjar tegundir bætist sífellt við. Erfitt reynist að fjarlægja neitt sem fyrir er því menn séu engan veginn sammála um það hvaða plöntur teljist verðugir fulltrúar flórunnar og hvað skuli flokkast sem illgresi. Eitt ljósasta dæmið um þetta eru átökin sem hafa staðið milli hinnar svonefndu STS-áherslu í náttúrufræðinámi (e. science – technology – society) annars vegar og hins vegar áherslunnar á náttúruvísindi eins og þau birtast innan hinna akademísku fræðigreina. Í fyrra tilvikinu er horft á húmanísk gildi, ábyrgð á umhverfi og náttúru og hlutverk vísinda og tækni í samfélaginu, en í hinu síðara á þekkingu lögmála, hug- taka, kenninga og aðferða. Ljóst má vera að slík þróun flækir skipulag skólastarfs að einhverju marki, ekki síst náms- og kennsluhætti og þar með námsmat. Hún er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.