Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 75
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 75
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Textagerð barna, unglinga og fullorðinna
Samanburður á orðaforða í rit- og talmálstextum, frásögnum
og álitsgerðum1
Greinin fjallar um rannsókn á þróun orðaforðans sem virkjaður er við gerð tvenns konar texta
(frásagna og álitsgerða) í ritmáli samanborið við talmál, frá miðbernsku til fullorðinsára. Lagt
var upp með þær tilgátur að (a) MIÐILL (rit-/talmál), (b) TEXTATEGUND og (c) ALDUR
hefðu áhrif á þéttleika textanna og auðlegð orðaforðans sem textahöfundar beittu. Þátttakendur
voru 20 úr hverjum eftirtalinna aldurshópa: 11 ára, 14 ára, 17 ára og fullorðnir. Hver þátt-
takandi samdi fjóra texta: Frásögn og álitsgerð, hvort tveggja bæði í mæltu máli og rituðu.
Niðurstöður tölfræðigreiningar (ANOVA) studdu helstu tilgátur rannsóknarinnar: Ritmáls-
textar voru marktækt þéttari og innihéldu auðugri orðaforða en talmálstextar; frásagnir voru
þéttari og auðugri að orðaforða en álitsgerðir og textar fullorðnu þátttakendanna voru þéttari
og orðaforði auðugri en í textum barna og unglinga. Munur var á ritmáli og talmáli í öllum
aldurflokkum, en jókst með aldri og var langmestur í textum fullorðinna. Öndvert við forspár
og niðurstöður úr samanburðarlöndum var hins vegar ekki munur á milli yngstu hópanna
þriggja á þessum mælingum. Rannsóknin staðfestir að þróun orðaforða er langtímaferli og
bendir til þess að íslenskir unglingar eigi langt í land með að ná fullorðinsfærni í textagerð
– lengra en jafnaldrar þeirra í nokkrum samanburðarlöndum. Hún bendir einnig til þess að
ritmálið sé kjörvettvangur til að þróa orðaforða og beita honum í flókinni textagerð á unglings-
og fullorðinsárum.
Efnisorð: Orðaforði, textagerð, textategund, ritmál/talmál, frásagnir, álitsgerðir
inn gang Ur
Að semja og skilja texta2 af öllu tagi er lykill að menntun og velgengni í þekkingarsam-
félagi nútímans. Færnin sem að baki býr er ofin úr mörgum samverkandi þroska- og
þekkingarþáttum og þróast á löngum tíma. Þannig hefur vitsmuna- og félagsþroski
þess sem skrifar eða talar m.a. áhrif á efnistök og skipulagningu texta. Samskipta-
og tilfinningaþroski hefur áhrif á það hvernig málnotandi leitast við að gera efnið