Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201162 HÖnnUn og SmÍÐi kapphlaup milli stórveldanna. Bandaríska þingið og Eisenhower forseti brugðust við þessu með því að margfalda fjárframlög til náttúrufræðimenntunar (Leshner, 2009). Ný grunnskólalög voru síðan sett hér árið 1974. Löggjöfin skilgreindi uppeldis- og fræðslumarkmið grunnskólans og skapaði starfsemi hans nútímalegan skipulagsgrundvöll, þar með talin ákvæði um innri skipan, endurnýjun og stjórn skólastarfsins. Þessa löggjöf má hiklaust telja eina merkustu fræðslulöggjöf um víða veröld. (Wolfgang Edelstein, 1988, bls. 111) Í lögunum er einstaklingurinn settur í öndvegi og velferð hans. Eitt af markmiðum þessara laga var að „efla heilbrigði einstaklingsins og stuðla að einstaklingsmiðuðu námi“ (Lög um grunnskóla nr. 63/1974). Í fyrsta sinn var talað um lágmarkshlutfall verklegs náms af heildarnámstímanum. Skyldi það vera að lágmarki einn fimmti en helmingur að hámarki (Lög um grunnskóla nr. 63/1974). Á árunum 1976–1977 komu út nýjar námskrár fyrir grunnskólann. Gefin voru út bæði almennur hluti og námskrár fyrir einstakar greinar, eitt hefti fyrir hverja grein. Þessi aðalnámskrá var afrakstur af starfi heils áratugar á vegum skólarannsóknar- deildar menntamálaráðuneytisins (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2008). Á nýju náms- sviði mynd- og handmennta var lögð áhersla á samþættingu myndmenntar, textíl- menntar og smíða. Hannyrðir og smíði urðu í fyrsta sinn skylda fyrir bæði kynin (Menntamálaráðuneytið, 1977). Gerð er grein fyrir meginmarkmiði með kennslunni í smíði. Þar segir m.a.: „Fjölbreytt vinnubrögð í smíði, rétt beiting verkfæra ásamt margvíslegri efnisnotkun gefur nemandanum möguleika til alhliða þroska og eru til þess fallin að vekja og efla hæfileika sem með honum kunna að búa“ (Menntamála- ráðuneytið, 1977, bls. 36). Enn eru markmið um þroska í hávegum höfð og eru mark- mið kennslunnar talsvert uppeldismiðuð. Næsta námskrá fyrir mynd- og handmennt kom út árið 1989 en með henni voru ekki gerðar teljandi breytingar á mynd- og hand- menntahluta aðalnámskrár frá fyrri námskrá (Menntamálaráðuneytið, 1989). Mismunandi námskrár í handmenntum hafa síðari ár byggst á grunnskólalögum. Tafla 1 sýnir mismunandi heiti sem notuð hafa verið yfir handmenntir frá því um 1900 til 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.