Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 104

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 104
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011104 námSmat Í náttúrUfræÐi Doktorsverkefni Rúnars Sigþórssonar (2008) fólst í rannsókn á áhrifum samræmdra prófa á náms- og kennsluhætti í íslensku og náttúrufræði. Hann komst að þeirri niður- stöðu að prófin yllu togstreitu í starfsumhverfi kennara og nemenda, því þau krefðust áherslna (höfundur nefnir þær hina virku námskrá) sem samræmdust hvorki ákvæðum gildandi aðalnámskrár né eigin hugmyndum kennara um nám og kennslu (bls. 294); hollusta við nemendur og kröfur umhverfisins um mælanlegan námsárangur gerðu það að verkum að kennarar fylgdu fremur skólahefð þar sem námsmat byggðist á tölfræði- legum mælingum og námskenningum í ætt við atferlisstefnu og tengslanám en eigin sannfæringu og starfskenningu. Rannsóknarverkefni Allyson Macdonald og rannsóknarhóps í náttúrufræðimennt- un, Vilji og veruleiki2, benti til svipaðrar niðurstöðu þótt vissulega hafi þar fundist mörg athyglisverð dæmi um fjölbreytt námsmat í náttúrufræði, þar sem leiðsögn og stuðningur við nám voru höfð að leiðarljósi. En líkt og kom fram í rannsókn Rúnars Sigþórssonar (2008) virtust hin ytri leiðarljós og kröfur umhverfisins um mælanlegan námsárangur vega þungt svo að kennarar hneigðust jafnan fremur til þess að komast yfir námsefnið og meta árangurinn megindlega, en færðu eigin starfskenningu og þar með sannfæringu um eðli náms og kennslu í náttúrufræði aftar í forgangsröðina (Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson, 2007). Í viðtölum við kennara kom einnig fram að „sumir nemendur væru „ferkantaðir“, vildu bara bók- ina, ramma og próf“, eins og einn viðmælenda í rannsókninni tók til orða (Allyson Macdonald og Meyvant Þórólfsson, 2006, bls. 13). Samkvæmt almennum hluta núgildandi aðalnámskrár grunnskóla (Menntamála- ráðuneytið, 2006) ber skólum að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Tilgangurinn er að „afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja“ (bls. 16), en jafnframt að veita forráðamönnum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfir- völdum upplýsingar um námsgengi. Matsaðferðir verða að vera fjölbreytilegar, hæfa markmiðunum og endurspegla áherslur í kennslu. Og gert er ráð fyrir að nemendur séu þátttakendur í mati á eigin námi. Sérstaklega er tekið fram að niðurstöður náms- mats þurfi að byggjast jafnt á óformlegu, óhlutdrægu og heiðarlegu mati kennara og á formlegum aðferðum, s.s. prófum og könnunum: Meta verður alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þá vega í samræmi við áherslur í náminu. Ekki er t.d. nægilegt að meta eingöngu hvaða þekkingu nemandi hefur tileinkað sér þar sem hluti kennslunnar beinist óhjákvæmi- lega einnig að öðrum tegundum markmiða. Mikilvægt er að meta bæði verklega og bóklega þætti og prófa ýmist skriflega, verklega eða munnlega eftir því sem við á. (Menntamálaráðuneytið, 2006, bls. 17) Í náttúrufræðihluta hinnar opinberu námskrár hérlendis, Aðalnámskrá grunnskóla: Náttúrufræði og umhverfismennt (Menntamálaráðuneytið, 2007), er fjallað um náms- mat með svipuðum hætti. Það „þarf að byggjast á þeim kröfum sem gerðar eru í markmiðum aðalnámskrár, sér í lagi áfangamarkmiðum við lok 4., 7. og 10. bekkjar“ (bls. 12). Áréttað er, líkt og í almenna hlutanum, að ekki skuli miða eingöngu við þekkingarmarkmið, heldur einnig færni- og skilningsmarkmið, virkni, framfarir og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.