Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 13 elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r iðulega verið fest í sessi. Þvert á móti ætti auðvitað að nota nýja tækni í skólastarfi til þess að gera róttækar breytingar á vinnuumhverfi og ryðja nýjar brautir. Á mínum yngri árum taldi ég að nýta mætti tölvutæknina til þess að umgangast þekkingu á nýjan hátt, ekki aðeins til þess að afla hennar eða skilja heldur til að nota hana. Ég er enn sannfærður um að tölvutæknin sé mjög vannýtt til þessa í skólastarfi og mun sennilega snúa mér að því áhugamáli mínu aftur eftir nokkur ár. En ef við skoðum þróun í tæknimálum undanfarinn áratug eða tvo þá hafa áhugaverðustu breyting- arnar orðið til að auka samskipti, hvort heldur er fyrir tilstilli vefsins, með dreifingu þekkingar og samskiptaforrita eða þróun farsímatækninnar. Skólinn ætti að taka mið af þessari byltingu í endursköpun sinna starfshátta. Samskipti í samfélagi framtíðar verða allt önnur en við vöndumst á síðustu öld og skólinn ætti að búa sig og nem- endur sína undir þau. Verknám eða bóknám? Þú hefur rætt um bóknámsrek, að bóknámið ýti verknámi til hliðar. Fólk lærir af því að lesa og hlusta en umfram allt af því að gera hlutina og þar með af eigin reynslu. Meira að segja þessa staðreynd þurfa flestir að uppgötva sjálfir, af eigin raun. Fræðilegt og verklegt nám þarf ætíð að flétta saman, en það er eftirtektar- vert hve nám hefur í ríkum mæli verið flutt af starfsvettvangi og inn í skóla. Nánast allt þarf að fara fram innan veggja skólans. Í öllu námi, ekki síst í starfsnámi, tel ég að best sé að vefa saman nám í starfi og á bók og eiginleg starfsþjálfun eigi síðan að fara fram á vinnustaðnum þegar fólk hefur verið ráðið í vinnu. Ég tel tvenn meginrök fyrir því að náminu er oft hagað þannig að starfsnámið rekur lestina á námsferlinum, þótt það ætti ekki að vera þannig. Önnur eru skólakerfisrökin, þ.e. að nauðsynlegt sé að hafa ungt fólk í bóknámi til að byrja með til þess að það geti fært sig til, skipti það um skoðun, sem virðist skynsamlegt. Fjölbrautakerfið, sem einkum var hannað til þess að jafna virðingarstöðu ólíkra námsgreina, átti einnig að auðvelda þeim nemendum að flytja sig sem vildu færa sig úr bóklegu námi yfir í verklegt. Eftir að hafa kannað málið komst ég að því að í reynd skipti þetta ekki miklu máli fyrir nemendur. Verknáms- nemendur, sem áttu auðvelt með bóknám, færðu sig yfir í bóknámið en almennt var tilfærsla lítil. Þessi rök héldu því tæplega. Hin rökin eru í raun kröfur atvinnurekenda sem vilja hafa starfsþjálfun á vegum skólans frekar en þeirra sjálfra. En ég nefndi að nám sem áður var úti í atvinnulífinu, starfsnám af mörgu tagi, hefur verið fært inn í skólana. Þetta er bóknámsvæðing allrar menntunar og er alþjóðlegt fyrirbæri; að sumu leyti skynsamleg en að öðru leyti ekki. Þessu hefur lengst af verið þannig háttað í læknisfræði og lögfræði en síðan einnig í landbúnaði og iðnaði og smám saman öllum öðrum greinum. Fyrir þessari bóknámsvæðingu eru ýmis rök, svo sem aðgengi allra að starfsmenntun og að þröngir hagsmunir hindruðu ekki fólk í að komast í læri hjá meistara í iðnnámi. Reynslan sýndi einnig að þótt sterk rök væru fyrir því að menntunin færi fram á vettvangi var oft pottur brotinn í leiðsögn; nemarnir voru stundum settir í aðstoð sem ekki fólst í því að fást við alvöru verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.