Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 87
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 87
H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r
auðlegð orðaforða og þéttleika texta. Eins og spáð var jókst munur á orðaforða ritmáls
og talmáls með aldri. Kynjamunur var hins vegar hvergi marktækur.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum þríbreytu dreifigreininga (ANOVA)
um áhrif frumbreytanna ALDURS, MIÐILS og TEXTATEGUNDAR á fylgibreyturnar
þéttleika, hlutfall nafnorða, fjölbreytileika orðaforða og lengd orða. Marktækum áhrifum
ALDURS var fylgt eftir með marghliða eftir á samanburði. Í lok kaflans verða niður-
stöður dregnar saman og ræddar.
Þéttleiki textanna: Hlutfall inntaksorða af öllum orðum
Frumbreyturnar þrjár höfðu allar marktæk megináhrif á þéttleika textanna. Mynd
1 sýnir meðalhlutfall inntaksorða í aldurshópunum fjórum eftir MIÐLI og TEXTA-
TEGUND.
Mynd 1. Meðalhlutfall inntaksorða af heildarfjölda orða eftir ALDRi, MiðLi
og TExTATEGUND
11 ára 14 ára 17 ára Fullorðnir
Aldur
H
lu
tfa
ll
in
nt
ak
so
rð
a
45
43
41
39
37
35
33
31
29
27
25
Munnleg álitsgerð
Skrifleg álitsgerð
Munnleg frásögn
Skrifleg frásögn
Eins og við blasir á mynd 1 er MIÐILL sú breyta sem mest áhrif hefur á hversu merk-
ingarlega þéttir textarnir eru. Hlutfall inntaksorða var marktækt hærra í rituðum
textum en talmálstextum í öllum aldursflokkum og báðum textategundum (F(1,75) =
198.26, p < 0.0005).
Megináhrif TEXTATEGUNDAR á þéttleika voru einnig marktæk (F(1,75) = 19.95,
p < 0.0005). Hlutfall inntaksorða var hærra í álitsgerðum en í frásögnum í öllum aldurs-
flokkum.
Eins og áður sagði hækkaði hlutfall inntaksorða marktækt með aldri þátttakenda
(F(3, 75) = 9.21, p < 0.0005). Marghliða eftir á samanburður sýndi að textar fullorð-
inna (meðalhlutfall inntaksorða 36,5%) voru þéttari en allra hinna, en munur á barna-
og unglingahópunum þremur (31,7−32,8%) var hins vegar ekki marktækur. Engar
samvirknimælingar voru marktækar, sem bendir til þess að munur á þéttleika rit- og
talmálstexta, sem og á álitsgerðum og frásögnum, sé svipaður í öllum aldurshópum,
og munur á þéttleika bæði álitsgerða og frásagna sé svipaður í tal- og ritmáli.