Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 17
elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r
til Menntavísindasviðs en það er ekki alltaf hægt vegna þess að erfiðara er að breyta
regluverki stórrar stofnunar en lítillar. Við erum hluti af stórri heild sem hefur sínar
skoðanir, stefnu og verklag. Ég var einn af fáum í Háskóla Íslands sem hafði efasemdir
um þessa sameiningu og það var fyrst og fremst vegna þess að ég taldi regluverk hans
ekki henta Kennaraháskólanum að öllu leyti, til dæmis hvað snerti skipulag vinn-
unnar, mat á störfum og uppbyggingu námsins. En vitaskuld gekk ég til samstarfsins
af fullum heilindum; ég sótti um starf mitt á þeim forsendum og vegna mikils áhuga
míns á menntamálum og ég tel að sameining stofnananna hafi gengið vel.
Eitt af markmiðum sameiningarinnar var að auðvelda samstarf milli eininga
Háskólans, en reynslan í Háskóla Íslands hefur sýnt að þetta er nokkuð sem er stundum
auðveldara um að tala en í að komast. Jafnframt finnst mér skynsamlegt að einingar
hafi töluvert sjálfstæði og ekki þurfi allir að þróast á sömu forsendum. Það er til dæmis
mjög eðlilegt að skyldar hugmyndir ríki um nám grunnskólakennara og leikskóla-
kennara en það þarf þó ekki að merkja að allt kennaranám fylgi sömu hugmynda-
fræði. Sama gildir um menntun þroskaþjálfa, sérkennara, framhaldsskólakennara,
íþróttafræðinga, skólastjórnenda og tómstundafræðinga. Það er skynsamlegt að fara
milliveg hvað snertir samvinnu og sjálfstæði í menntun þessara stétta. Hér togast á
ýmis sjónarmið, t.d. verður að gæta að virðingarstöðu menntunarinnar. Þegar tvö
skólastig vinna saman hefur annað (það sem meiri virðingar nýtur) meiri áhrif en hitt.
Greinar innan skólastiga njóta einnig mismikillar virðingar; innan grunnskólans hafa
t.d. samræmdu prófa greinarnar að einhverju leyti notið meiri virðingar en hinar, en
það kann að breytast.
Í starfi mínu sem forseti Menntavísindasviðs vildi ég gjarnan virða þá áherslu sem
rektorar Kennaraháskólans hafa lagt á að rækta menningu og fagmennsku, sú umræða
á að vega þungt í stefnumörkun sviðsins. Ég álít að forseti sviðs í háskóla eigi að gera
sitt ýtrasta til að tryggja lifandi og gagnrýna umræðu um fagleg málefni á sínu sviði
en jafnframt að tryggja jafnræði milli sjónarmiða úr ólíkum áttum hins akademíska
samfélags. Háskóla er styrkur að því að ólíkar áherslur og skoðanir fái notið sín. Víða
um lönd er lýðræði í háskólum því miður á undanhaldi og við tekur stjórnun ofan
frá og það má vel vera að það sé eðlilegt í ýmsum fjárhagslegum og stjórnunarlegum
málum. Það á að vera í höndum stjórnsýslu að taka á móti nemendaerindum, sjá um
samninga við stundakennara og yfirleitt sjá til þess að stjórnsýslan sé virk. Stjórnsýsla
verður líka að tryggja að stofnunin sé innan fjárhagsramma. Á verksviði kennaranna
er hins vegar fagleg mótun náms og rannsókna, virk og upplýst umræða um áherslur
í námi og rannsóknum og sífelld endursköpun vinnumenningar, mat á því hve skyn-
samlegt það sé að stofna til nýrra námsleiða o.s.frv. En það má ekki gleyma því að í
öllum kerfum takast á margslungnir hagsmunir; akademían er aldeilis ekki laus við
togstreitu hagsmuna frekar en nokkur önnur svið þjóðfélagsins. En allar ákvarðanir,
jafnvel stjórnsýsluákvarðanir, er skynsamlegt að taka í samráði.
Þótt við ræðum hér einkum um kennaramenntun og skólastarf þá verður að hafa
hugfast hve margbrotin önnur verkefni Menntavísindasviðsins eru. Þau eru ekki síður
mikilvæg en menntun kennara, og fjölbreytnin undirstrikar að fagleg forysta verður
að vera sameiginlegt verkefni en ekki á hendi fámennrar stjórnar eða lítils hóps.