Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 107
meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir
Hvað var metið?
Matsatriði, sem tilgreind voru í skólanámskrám, voru dregin saman í fimm flokka
og hlutfallsleg tíðni þeirra tilgreind eftir því hve oft atriði úr viðkomandi flokki voru
nefnd í lýsingum á námsmati viðkomandi árgangs í náttúrufræði (sjá mynd 1 og töflur
3, 4 og 5 í viðauka). Í fyrsta flokknum lentu atriði sem snertu inntak námsins og kunn-
áttu, í næsta flokki lentu atriði sem tengdust samskiptum og samvinnu, í þriðja þau
sem tengdust vinnubrögðum og verkefnum, í þeim fjórða lentu atriði tengd persónu-
legum áhuga og virkni og í þeim fimmta atriði sem snerta framvindu náms, frammi-
stöðu og þróun af einhverju tagi.
Mynd 1. Hlutfallsleg dreifing matsþátta (hvað metið) í % eftir stigum. Matsatriðum sem tilgreind voru í
skólanámskrám var skipað í fimm flokka eftir eðli þeirra. Vægi hvers flokks var reiknað eftir
því hve oft atriði úr þeim flokki voru nefnd. (Sjá nánar töflur 3, 4 og 5 í viðauka.)
70
60
50
40
30
20
10
0
i. inntak náms, ii. Samskipti, iii. Vinnubrögð, iV. Persónulegur V. Framvinda,
kunnátta samvinna verkefni áhugi, virkni frammistaða,
þróun
4,5 3,3
4,8 4,86,8
9,8
19,5 19,6
10,2
42,1
36,4
27,4
47,8
58,2
4,8
H
lu
tfa
ll
í%
Yngsta stig
Miðstig
Unglingastig
Eins og sjá má á mynd 1 eru matsatriði úr flokknum Vinnubrögð, verkefni (flokkur III)
oftast nefnd sem grundvöllur námsmats í öllum árgöngum, frá 42% á yngsta stigi upp
í 58% á miðstigi. Þar komu við sögu atriði eins og verkefni, vinnusemi, vandvirkni,
vinnubækur, verkefnabækur, vinnuferli, heimavinna og frágangur. Þarnæst eru nefnd
atriði úr flokknum Persónulegur áhugi, virkni (flokkur IV), þar sem virkni, ástundun,
frumkvæði, áhugi, áræðni, sjálfstæði og þátttaka eru tíðast nefnd, frá 20% upp í 36%.
Athyglisvert er að vægi flokks II (Samskipti, samvinna) dvínar með aldri nemenda, sem
á reyndar einnig við um flokk IV (Persónulegur, áhugi, virkni). Í flokki II eru nefnd atriði
eins og hegðun, samvinna og félagsfærni. Vægi flokks I (Inntak náms, kunnátta), sem
hefur með inntak náms, þekkingu og kunnáttu að gera, vex hins vegar með aldri nem-
enda en vægið þar er samt sem áður í heildina fremur veikt miðað við vægi annarra
þátta. Þannig vekur það athygli að atriði sem snúa að vitsmunasviði í flokkunarkerfi