Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 113

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 113
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 113 meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir óformlegt mat, fremur huglægt en hlutlægt. Á mynd 2 er hér vísað til flokks II. Marg- víslegar útfærslur prófa koma einnig fyrir og vekur það athygli hve kannanir og próf virðast algengar matsaðferðir (mynd 2) í ljósi þess hvaða matsatriði koma oftast fyrir (mynd 1). Orðið símat er algengt í orðræðu um námsmat hérlendis; í skólanámskrán- um sem við skoðuðum er það nefnt fimm sinnum á yngsta stigi, sjö sinnum á miðstigi og aðeins einu sinni á unglingastigi. Eðli námsmats og niðurstöður Túlkun og framsetning á matsniðurstöðum segir sína sögu um aðrar hliðar matsins og gefur í raun viðbótarupplýsingar um matsþætti (hvað metið) og aðferðir (hvernig metið). Sé þetta allt skoðað í samhengi má einnig fá vísbendingar um að hvaða marki matið er megindlegt, þ.e. magntekið og sett fram í tölum, eða eigindlegt þ.e. lýsandi án tölulegs samanburðar. Hlutfallslega fáir skólar gera grein fyrir birtingu og meðferð niðurstaðna. Á yngsta stigi nefna langflestir umsagnir í margvíslegu samhengi, bæði skriflegar og munn- legar; einkunn er aðeins nefnd einu sinni (tafla 2). Af lýsingum á yngsta stigi má ráða að matið sé að mestu eigindlegt, þ.e. lýsingar í orðum (töflur 1 og 2). Á miðstigi virðast umsagnir og einkunnir notaðar jöfnum höndum og megindlegt mat algengara en eigindlegt (sjá sömu töflur). Á unglingastigi virðast einkunnir ríkjandi og matið að mestu megindlegt. Skyggnst inn í „svarta kassann“ Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa sterklega til kynna að veita þurfi samspili náms og námsmats aukna athygli. Hér er vísað til þess sem fram fer á vettvangi hins dag- lega starfs í samskiptum nemenda og kennara, þ.e. inni í „svarta kassanum“, sem Black og Wiliam nefndu svo (1998a). Samskiptin í skólastofunni eru margslungin og alls kyns túlkun og huglægt mat á sér þar stað. Þar duga hlutlægar mælingar á hegðun og afrakstri náms samkvæmt fyrirfram skrifuðum markmiðum sannarlega ekki einar saman, heldur þarf einnig mat sem helgast af markvissum samskiptum og sameignar- verkefnum kennara og nemenda (sbr. ábendingar Bell 2000 um „partnership“) þar sem leiðsagnarmat skiptir ekki síður máli en lokamat. Enn fremur má ætla að stjórn- endur og kennarar þurfi að skerpa betur hvað skuli meta (matsatriði), hvernig skuli meta (matsaðferðir) og hvernig niðurstöður matsins skuli túlkaðar og notaðar. Hver skóli mætti með öðrum orðum skerpa þessa þætti betur í námskrá sinni en raun ber vitni. Námsmat í náttúrufræði á skyldunámsstigi hefur lítið verið rannsakað hérlendis og því má segja að greinin varpi nýju ljósi á þá hlið náttúrufræðimenntunar. Sé tekið mið af markmiðum og inntaki náttúruvísinda í almennu námi (Menntamálaráðu- neytið, 2007) þarf námsmatið að vera nokkuð víðtækt svo það nái til allra þeirra þátta. Þetta endurspeglast vel í skrifum Enger og Yager (2001) um sex ólík svið (e. domains) sem þau telja mikilvæg þegar meta skal nám og kennslu í náttúruvísindum. Það eru hugtök (staðreyndir, lögmál, kenningar og einnig persónuleg þekking sem nemendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.