Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 99
MEyvANT ÞÓRÓLFSSoN
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
INGvAR SIGURGEIRSSoN
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
JÓHANNA kARLSDÓTTIR
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Námsmat í náttúrufræði
Hvað má lesa úr skólanámskrám grunnskóla?
Markmið rannsóknarinnar er að gefa mynd af fyrirkomulagi námsmats í grunnskólum
hérlendis og stuðla þannig að betri skilningi á eðli þess og áherslum. Skoðuð er stefna val-
inna skóla í námsmati, tilgangur, matsaðferðir, hvað er metið og hvað er gert með niður-
stöður. Í þessari grein eru raktar niðurstöður sem tengjast námsmati í náttúrufræði í 3.,
6. og 9. bekk. Samkvæmt lýsingum á námsmati í náttúrufræði reynast kennarar fremur
leggja áherslu á að meta vinnubrögð, virkni og ástundun en þætti sem snúast um inntak
náms eða kunnáttu. Próf og kannanir virðast samt algengar matsaðferðir. Megindlegt mat
sést ekki á yngsta stigi, en það verður æ algengara eftir því sem ofar dregur í skyldunámi.
Einnig má greina áherslu á stöðugt mat á námstíma, en það er sjaldnast skilgreint nánar.
Ekki virðist alltaf samræmi milli þess sem segir um námsmat í almennum hluta skóla-
námskrár og þess sem kemur fram í áætlunum fyrir einstakar námsgreinar og árganga.
Efnisorð: Námsmat, námsmat í náttúrufræði, námskrá í náttúrufræði, námsmats-
aðferðir, matsþættir
inn gang Ur
Rannsókninni sem hér er byggt á er ætlað að gefa mynd af fyrirkomulagi námsmats
í grunnskólum auk þess að afla nánari upplýsinga um mat í einstökum skólum þar
sem áhersla virðist hafa verið lögð á markvissa þróun þess eða endurskoðun. Aflað
er gagna um tilgang námsmats, matsaðferðir, matstæki, eðli, áhersluþætti og með-
ferð niðurstaðna. Sjónum var sérstaklega beint að fjórum námsgreinum, þ.e. íslensku,
myndmennt, náttúrufræði og stærðfræði. Annars staðar hefur verið greint frá niður-
stöðum er snerta almennan tilgang og stefnumörkun um námsmat í þeim skólum sem
voru rannsakaðir (Meyvant Þórólfsson, Ingvar Sigurgeirsson og Jóhanna Karlsdóttir,
2009) og námsmat í íslensku (Ingvar Sigurgeirsson, Jóhanna Karlsdóttir og Meyvant
Þórólfsson, 2009).