Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201138 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi Stjórnendum leikskólans var það fullljóst að mikilvægt væri að sem flestir kæmu að gerð skólanámskrár en sökum annríkis og manneklu var framangreind leið farin til þess að „fá kjöt á beinið“, eins og leikskólastjóri Kletts orðaði það. Á grunni þeirrar vinnu gat starfsfólk gert breytingar og sett sitt mark á skólanámskrána. Foreldrum var ekki boðið að taka þátt í gerð hennar né börnunum. Það sama átti við í leikskólanum Gullkistunni en þar hafði leikskólastjórinn samið skólanámskrána í stórum dráttum eftir þeim áherslum sem hann taldi réttar og kynnt þær starfsfólki. Í viðtölum við leik- skólastjóra Gullkistunnar kom fram að tímaskortur, þekkingarleysi og óöryggi for- eldra var helsta ástæða þess að þeir voru ekki kallaðir til. Foreldrafélag var starfandi við báða leikskólana en stjórnir þeirra fengu hvorki tækifæri til þess að lesa drög að skólanámskrá yfir né komu foreldrar að endurskoðun á henni. Ekki var gert ráð fyrir aðkomu barna í leikskólanum að því að móta skólanámskrána. Í þeim leikskólum sem störfuðu samkvæmt Hjallastefnunni, átti starfsfólk að starfa samkvæmt riti Lilju S. Sigurðardóttur og Margrétar Pálu Ólafsdóttur (2008), Hjalla- stefnan, námskrá þeirra leikskóla sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni. Skiptist hún annars vegar í hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hins vegar í starfslýsingar sem eru útfærsla hugmyndafræðinnar. Ekki er um að ræða eiginlega skólanámskrá þar sem tekið er mið af sérstöðu hvers leikskóla og staðháttum og starfsfólk leikskólans hefur greiðan aðgang að og mótar, heldur er þetta sama rit notað fyrir alla leikskóla sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni og starfslýsingarnar einnig. Því má spyrja hvort þær komi í stað skólanámskrár leikskólans. Skipulag verkefna Allir leikskólarnir voru með ákveðið dagskipulag og var hver dagur öðrum líkur að því leyti. Fram kom í skólanámskrám þeirra skóla sem störfuðu samkvæmt Reggio Emilia-aðferðunum að þar var unnið eftir ákveðnum þemum í tímabilum og gátu starfsfólk og börn haft töluverð áhrif á vinnuna. Börnunum var skipt í hópa eftir aldri og var lögð áhersla á að þau fengju að njóta sín og tjá sig á margvíslegan hátt. Börnin völdu sér viðfangsefni í leik í valtíma. Fram kom hjá nokkrum viðmælendum í hópi starfsfólks og foreldra að þeim þætti valið oft takmarkað í valtímunum. Leikskóla- kennari á Kletti hafði velt valinu fyrir sér og sagði: Ég held að eins og með valið – ég er ekkert ofsalega hlynnt þessu stífa vali. Maður getur ímyndað sér að börnin, þegar þau vakna á morgnana þá hugsi þau: ég ætla að leika við Jóa vin minn og ég ætla að bjóða honum með mér í eitthvað. En þetta er ekki val lengur ef þau mega ekki velja. Að fá að velja sama viðfangsefni og félaginn var því börnunum mikilvægt að mati for- eldra. Í umræðum um valfundi í leikskólanum Kletti kom fram að móður eins barnsins fannst þau ekki fá að velja það sem þau höfðu hugsað sér, „þá eru þau skylduð í eitthvað annað heldur en þau gerðu ráð fyrir“. Hún taldi að börnin væru oft búin að ákveða við hverja þau ætluðu að leika sér í leikskólanum, áður en þau mættu á morgnana, og hvaða leik þau ætluðu í. Það gæti því valdið þeim miklum vonbrigðum og jafnvel „skemmt fyrir þeim daginn“ ef þau fengju einhverra hluta vegna ekki að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.