Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 19

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 19 elSa S igr ÍÐUr JÓnSdÓtt i r vera skýr, þ.e. hvert sé hlutverk kennara á vettvangi og hvert sé hlutverk kennara í háskólanum. Hvert er hlutverk skólans? Ég var nýlega á ráðstefnu um menntamál í fyrrum Júgóslavíu þar sem fjallað var um kennaramenntun, m.a. í tengslum við skóla fyrir alla, þar sem vísað var bæði til kennslu seinfærra nemenda og þjóðarbrota. Þarna var við margvíslegan bráðan vanda að etja. Spurt var til hvers skólinn væri, að hvaða marki ætti að nota hann til þess að byggja nýtt þjóðfélag, nýja þjóðfélagsgerð. Það kom mér á óvart að þrátt fyrir ólíkar aðstæður var þarna talað um sömu málefni og eru á dagskrá hjá okkur, jafnrétti, lýðræði, sjálfbærni, móðurmál og menningu hvers einstaklings, en einnig þátttöku hans í stærri menningarheimi, sem væri samt sem áður settur saman úr margvíslegri gjörólíkri menningu. En mér fannst krafan um nýja og meitlaða hugsun vera miklu skýrari hjá þessu fólki en hér hjá okkur og þarna varð mér ljóst hve brýn þessi krafa væri um margslungið hlutverk skólans. Hún brann þar á öllum og hún ætti að gera það hér líka þótt ekki sé hægt að leggja aðstæður að jöfnu. Ég tel að það eigi að spyrja miklu skýrar um hver sé forgangsröðun okkar í skólamálum. Hvert er meginhlutverk þessa stóra, mikla og merkilega kerfis, sem hefur verið byggt upp hér eins og raunar um allan heim; hvað viljum við að þetta kerfi geri? Skólinn hefur víðfeðmara hlutverk en hann hafði á síðustu öld þegar margir héldu því fram að hann væri bara hlutlaus fræðslustofnun sem kenndi fólki að lesa, skrifa og reikna. Ég geri ekki lítið úr þessum verkefnum en skólinn hefur að mínu mati og samkvæmt lögum miklu víðtækara hlutverk en þetta. Grikkir lögðu áherslu á ræktun dygða og Rómverjar lögðu rækt við málflutning, bæði að mál væri vel flutt og hugsunin skýr og efnismikil; það gleymist stundum að tjáning var höfuðviðfangsefni menntunar öldum saman. Lúther og Erasmus töldu báðir mikilvægt að ala börn upp til að verða manneskjur, ekki aðeins kunnáttufólk. Það var einnig kjarninn í riti Ellenar Key þegar hún hvatti til þess um aldamótin 1900 að 20. öldin yrði Öld barnsins, en þannig nefndi hún bók sína. En fræði og þekking tryggja ekki manneskjulegu hliðina. Ég hef áhyggjur af því að langskólagengið fólk skorti lítillæti og auðmýkt sem það ætti að hafa öðrum fremur, einkum vegna skilnings á takmörkunum fræða og þekkingar. Of oft örlar á hroka í tali menntamanna, finnst mér. Bogi Melsteð og Guðmundur Finnbogason, sem skrif- uðu um menntun um næstsíðustu aldamót, töldu að menntun ætti að speglast í fyrir- myndarframkomu gagnvart öðrum og víðfeðm tæknileg þekking af ýmsu tagi tryggir það engan veginn. Höfum við þá ekki lagt næga áherslu á að rækta manninn? Nei, það er þrennt sem mér finnst vanta í því sambandi. Ræktun hinnar skapandi manneskju, tillitssemi við samborgarana og skilningur á því um hvað samfélag snýst. Þetta ættu ekki að vera jaðarverkefni skólanna, heldur kjarni starfs þeirra, að tryggja að þessum þáttum sé sinnt. Of mikil áhersla hefur verið lögð á tæknilega kunnáttu á kostnað mennskunnar. Ég tel, í þessu ljósi, að við þurfum stöðugt að hugsa upp á nýtt hvernig við undirbúum kennara undir starf sitt. Hlutverk kennarans er víðtækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.