Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201134 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi Starfsaðferðir Hjallastefnunnar Hjallastefnan er kennd við leikskólann Hjalla í Hafnarfirði þar sem hún er upprunnin. Margir leikskólar á Íslandi starfa eftir aðferðum Hjallastefnunnar en þar að auki rekur skólarekstrarfyrirtækið Hjallastefnan ehf., sem er í eigu áhugafólks um skólastarf, níu leikskóla auk þriggja grunnskóla sem allir starfa eftir sömu námskrá. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri er höfundur Hjallastefnunnar. Hjallastefnan er því verk einnar manneskju, starfsaðferð sem starfsfólk, foreldrar og börn koma að svo að segja „tilbúinni“. Sex meginreglur er að finna í ritinu Hjallastefnan (Lilja S. Sigurðardóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir, 2008): 1. Mæta hverju barni eins og það er og viðurkenna ólíkar þarfir einstaklinga. 2. Byggja upp þau viðhorf í starfi að jákvæðni, gleði og kærleikur ráði ávallt ferð- inni í samskiptum milli starfsfólks og gagnvart börnum og foreldrum. 3. Skapa leikskólasamfélag sem er einfalt og gagnsætt og börn skilja og er þeim viðráðanlegt í samræmi við aldur þeirra, þroska og getu. 4. Bjóða upp á opið leikefni þar sem ímyndun barna ræður ferðinni og börn skapa sinn eigin leikheim í friði innan ramma leikskólans. 5. Kenna börnum að virða umhverfið og umgangast það með nýtni, nægjusemi og hófsemi. Þeim er kennt að hirða um náttúruna ásamt endurvinnslu eftir föngum. 6. Kenna börnum aga og hegðun á jákvæðan, hlýlegan og hreinskiptinn hátt þar sem taminn vilji er leiðin til öryggis og frelsis fyrir alla. Leikskólakennurum og öðru starfsfólki eru settar skýrar skorður varðandi framkomu og hegðun í starfi. Jákvæðni á að grundvalla öll samskipti innan starfsmannahópsins og gagnvart börnum og fjölskyldum þeirra. Ellefu atriði eru talin upp sem starfsfólk þarf að fylgja í starfi sínu ætli það að starfa innan leikskóla sem rekinn er af Hjalla- stefnunni ehf. Lúta þau að viðhorfum, samskiptum, gleði, jákvæðni, lausnamiðaðri umræðu, ábyrgð og hreinskiptni, sanngirni og réttlæti, jafnræði og söng, hreyfingu og hlátri. Starfsfólk skuldbindur sig til að fylgja þessum atriðum og meginreglum. Eitt aðalmarkmið Hjallastefnunnar er jafn réttur stúlkna og drengja og er hverju barni mætt eins og það er. Börnum er skipt í hópa eftir kyni og aldri. Með þeim hætti eru ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga viðurkenndar. Valfrelsi og ólíkur áhugi barna er einnig virtur með daglegum valfundum. Viðfangsefni barnsins er frjálst og er lögð mikil áhersla á að valinu sé ekki ,,stýrt“ á neinn hátt; að kennarinn hlutist ekki til um hvað börnin velja. Litið er á valfundi sem tækifæri fyrir börnin til þess að æfa vilja sinn og taka ákvarðanir, gagnstætt hópatímunum þar sem þau æfast fremur í að fara eftir fyrirmælum leikskólakennarans. Þótt valtímanum sé fyrst og fremst ætlað að vera rammi um frjálsan leik barnanna er það þó engin tilviljun hvaða viðfangsefni börnunum bjóðast eða hvers konar leikefni, því að á bak við hvern krók og hvert verkfæri, sem þar er í boði, er ákveðinn tilgangur (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999). Lögð er áhersla á einfalt og nákvæmt umhverfi í leikskólum sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni þar sem ímyndun, sköpun og skynjun barnanna er talin vera eina leikefnið sem börnin þarfnast (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1992). Þar er átt við huglægt „leikefni“ en ekki hluti til að fást við. Stýring umhverfisins er þaulhugsuð og er þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.