Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 51
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 51
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
bRyNJAR ÓLAFSSoN
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
GÍSLI ÞoRSTEINSSoN
MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS
Hönnun og smíði
Hugmyndafræðilegur bakgrunnur og þróun námsgreinar
Kennslu í handmennt var komið á fót á nítjándu öld af þörf fyrir nýja leikni og þekkingu vinn-
andi stétta í samfélagi sem var að iðnvæðast. Á sama tíma komu upp hugmyndir í Evrópu
um hagnýtingu handverks í alþýðumenntun til að styðja almenn uppeldisleg markmið. Sú
stefna nefndist slöjd og varð til þess að smíði varð að sérstakri kennslugrein á Íslandi í upp-
hafi tuttugustu aldar. Í upphafi var kennslugreinin kölluð skólaiðnaður til að greina hana
frá heimilisiðnaði sem ætlað var að efla sjálfsbjargargetu heimila og gefa ungu handverks-
fólki tækifæri til þess að vinna fyrir sér með smíðum. Ólíkar námskrár, er byggðust að miklu
leyti á uppeldisgildum smíða, þróuðust fram til 1999 þegar stjórnvöld færðu námsgreinina
hönnun og smíði yfir á námssviðið upplýsinga- og tæknimennt sem byggt var á hug-
myndafræði tæknimenntanáms. Með hinni nýju námsgrein, sem bar heitið hönnun og smíði,
var stefnt að því að auka tæknilæsi nemenda, verklega færni og getu þeirra til að þróa eigin
hugmyndir í tengslum við aðferðafræði nýsköpunarmenntar og hönnunar. Fyrirmyndir að
námskránni voru sóttar til Nýja Sjálands, Kanada og Englands. Einnig gætti áhrifa nýrrar
íslenskrar uppeldisstefnu í nýsköpunarmennt. Dregið var úr áherslunni á tæknimennt í
námskrá fyrir hönnun og smíði árið 2007. Hönnun og smíði er í dag skyldunámsgrein í
fyrsta til áttunda bekk grunnskólans en val í efstu bekkjum hans. Í hönnun og smíði byggja
nemendur hugmyndir sínar á nýsköpun og hönnun sem tengist vandamálum daglegs lífs og
smíða lausnir úr margvíslegum efnum. Í þessari grein lýsa höfundar hugmyndafræðilegum
og sögulegum bakgrunni námsgreinarinnar hönnunar og smíði og námskrárþróun hennar.
Efnisorð: Hönnun og smíði, handmennt, tæknimennt, uppeldismiðað handverk, slöjd
inn gang Ur
Iðnmenntun var komið á í mörgum löndum á nítjándu öld (Bennett, 1926, 1937). Hún
tengdist upphafi alþýðumenntunar og iðnvæðingar hins vestræna heims. Nýjar fram-
leiðsluaðferðir og framleiðsluafurðir sköpuðu þörf fyrir nýja færni og þekkingu hinna