Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 51

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 51
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 51 Uppeldi og menntun 20. árgangur 1. hefti 2011 bRyNJAR ÓLAFSSoN MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS GÍSLI ÞoRSTEINSSoN MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS Hönnun og smíði Hugmyndafræðilegur bakgrunnur og þróun námsgreinar Kennslu í handmennt var komið á fót á nítjándu öld af þörf fyrir nýja leikni og þekkingu vinn- andi stétta í samfélagi sem var að iðnvæðast. Á sama tíma komu upp hugmyndir í Evrópu um hagnýtingu handverks í alþýðumenntun til að styðja almenn uppeldisleg markmið. Sú stefna nefndist slöjd og varð til þess að smíði varð að sérstakri kennslugrein á Íslandi í upp- hafi tuttugustu aldar. Í upphafi var kennslugreinin kölluð skólaiðnaður til að greina hana frá heimilisiðnaði sem ætlað var að efla sjálfsbjargargetu heimila og gefa ungu handverks- fólki tækifæri til þess að vinna fyrir sér með smíðum. Ólíkar námskrár, er byggðust að miklu leyti á uppeldisgildum smíða, þróuðust fram til 1999 þegar stjórnvöld færðu námsgreinina hönnun og smíði yfir á námssviðið upplýsinga- og tæknimennt sem byggt var á hug- myndafræði tæknimenntanáms. Með hinni nýju námsgrein, sem bar heitið hönnun og smíði, var stefnt að því að auka tæknilæsi nemenda, verklega færni og getu þeirra til að þróa eigin hugmyndir í tengslum við aðferðafræði nýsköpunarmenntar og hönnunar. Fyrirmyndir að námskránni voru sóttar til Nýja Sjálands, Kanada og Englands. Einnig gætti áhrifa nýrrar íslenskrar uppeldisstefnu í nýsköpunarmennt. Dregið var úr áherslunni á tæknimennt í námskrá fyrir hönnun og smíði árið 2007. Hönnun og smíði er í dag skyldunámsgrein í fyrsta til áttunda bekk grunnskólans en val í efstu bekkjum hans. Í hönnun og smíði byggja nemendur hugmyndir sínar á nýsköpun og hönnun sem tengist vandamálum daglegs lífs og smíða lausnir úr margvíslegum efnum. Í þessari grein lýsa höfundar hugmyndafræðilegum og sögulegum bakgrunni námsgreinarinnar hönnunar og smíði og námskrárþróun hennar. Efnisorð: Hönnun og smíði, handmennt, tæknimennt, uppeldismiðað handverk, slöjd inn gang Ur Iðnmenntun var komið á í mörgum löndum á nítjándu öld (Bennett, 1926, 1937). Hún tengdist upphafi alþýðumenntunar og iðnvæðingar hins vestræna heims. Nýjar fram- leiðsluaðferðir og framleiðsluafurðir sköpuðu þörf fyrir nýja færni og þekkingu hinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.