Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 31 anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir gildismat og þarfir eru til skoðunar, er því mikilvæg og einnig að traust ríki meðal aðila þegar þessir hlutir eru ræddir (Bloom, 2000; Dalin, 1993; Owens, 2001). Nám og uppeldi leikskólabarna Rætt hefur verið um þrjá uppalendur í leikskólum, það er leikskólakennarann, barna- hópinn og umhverfi leikskólans. Samspil þessara þátta er talið hafa mest áhrif á nám og þroska leikskólabarns. Litið er á leikskóladvöl barna sem stuðning við uppeldi af hendi foreldra og á hún að vera í náinni samvinnu við þá (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Eins og hlutverk leikskólans hefur hlutverk leikskólakennarans breyst verulega á liðnum árum. Í árdaga leikskólans var lögð áhersla á að leikskólakennarar héldu sig til hlés og leyfðu barninu að leika sér frjálst. Nýjar kenningar í menntunarfræðum hafa beint sjónum að mikilvægi virkrar þátttöku leikskólakennarans í skipulagningu náms- umhverfis og viðfangsefna svo og athugunum og skráningu á námi barna. Samskipti barna og fullorðinna, sem byggja á virðingu kennara fyrir börnum og viðbrögðum kennara við áhuga barna, eru talin skipta sköpum í leikskólastarfi (Bergen, Reid og Torelli, 2001; Cuffaro, 1995; Jones og Nimmo, 1994). Í rannsókn Jóhönnu Einarsdóttur (2004) á hefðum í kennslu ungra barna kom fram að megináherslur leikskólakennara lúta að umönnun, óbeinni kennslu, samskiptum, samvinnu, leik og útivist. Umönnun og uppeldishlutverk leikskólans var leikskólakennurum í rannsókninni ofarlega í huga og ekki var mikið um beina kennslu í leikskólunum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir í nágrannalöndunum (Clark, Kjørholt og Moss, 2005; OECD, 2001). Þegar talað er um barnahópinn sem uppalanda leikskólabarnsins er verið að leggja áherslu á að nám barna fari að miklu leyti fram í samskiptum þeirra við jafnaldra sína svo og kennara og foreldra. Ef litið er til afstöðu barna til leikskólanáms virðast félagar barnanna og samskipti við þá skipta mestu máli (Clark o.fl., 2005; Jóhanna Einars- dóttir, 2003; Tauriainen, 2000). Verkefnin virðast börnin velja með hliðsjón af félögum sínum. Loris Malaguzzi benti á: … börn læra í samskiptum sínum við umhverfi sitt og heim fullorðinna, við hluti, at- burði og við jafnaldra sína. Börn eru þátttakendur í að byggja upp sjálfsmynd sína og mynd sína af öðrum. Samskipti barna á milli eru grundvallaratriði fyrstu árin í ævi barna. Samskipti eru þörf, þrá og grundvallarnauðsyn hjá hverju barni. (Malaguzzi, 1993, bls. 58, íslensk þýðing greinarhöfunda) Umhverfi leikskólans, þriðji uppalandinn, þarf að taka mið af þörfum barna og starf- seminni sem þar fer fram. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999) á skipulag og búnaður leikskóla að örva leik barna, frumkvæði þeirra og virkni. Varað er við snauðu og tilbreytingarlitlu umhverfi og ítrekað að skipulag og umhverfi leikskóla geti stutt við leik barna en einnig verkað hamlandi á hann. Rætt er um að börn þurfi vandaðan og fjölbreytilegan leikfangakost og margvíslegan efnivið til skapandi starfa. Að undanförnu hafa fræðimenn, einkum í Bandaríkjunum, þó bent á að efnishyggjan hafi haldið innreið sína í menntun, námskrár og kennsluhætti í leik- skólum sem þeir telja að sendi þau skilaboð að mennta eigi börn í réttri notkun hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.