Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201186
textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna:
II. Álitsgerð – það er almenna umfjöllun um vandamál af því tagi sem frásögnin
fjallaði um:
(a) Í mæltu máli.
(b) Ritaða umfjöllun um sama efni.
Helmingur hvers aldurshóps (jöfn kynjaskipting) fékk fyrirmæli um að vinna verk-
efnin í þessari röð. Hinn helmingurinn samdi ritmálsútgáfu textanna (b) á undan
þeirri munnlegu (a) í báðum hlutum. (Áhrif raðar á orðaforða voru ekki könnuð að
þessu sinni.)
Stutt hlé var gert eftir frásagnarhlutann og þátttakendum boðin hressing. Jafnframt
var spurningalisti um lestrarvenjur, netnotkun og tungumálaþekkingu lagður fyrir
þrjá yngstu hópana og fylltur út af rannsóknarmanni. Sami rannsóknarmaður sá um
alla gagnasöfnun í hverjum aldurshópi.
Rannsóknargögnin og úrvinnsla þeirra
Rannsóknargögnin samanstóðu af 319 textum (einn ritaði textinn úr hópi 8. bekkinga
reyndist ónothæfur af tæknilegum ástæðum), alls rúmlega 91 þúsund orð. Munnlegu
textarnir voru teknir upp á stafrænt hljóðupptökutæki og síðan tölvuskráðir frá orði
til orðs samkvæmt reglum CHAT (MacWhinney, 2000). Ritmálstextana skráðu þátt-
takendur í elstu hópunum þremur á tölvu beint inn í textaforritið Scriptlog (Strömqvist
og Karlsson, 2002) en yngstu þátttakendurnir handskrifuðu sína texta sem síðan voru
tölvuskráðir óbreyttir.
Rannsóknargögnin voru greind með eftirtöldum textagreiningarforritum úr CLAN
(Computerized Language Analysis. MacWhinney, 2000); forritinu FREQ sem raðar orðum
eftir tíðni eða stafrófsröð); WdLen, sem reiknar út meðallengd orða í hverjum texta;
VocD sem reiknar fjölbreytileikastuðul orða/orðmynda í texta; KWAL (Key Word and
Line) sem finnur lykilorð og samhengi þess og loks STATFREQ sem skilar niðurstöð-
um úrvinnslu annarra forrita CLAN í formi sem hentar til tölfræðiúrvinnslu í Excel
eða SPSS. Til að kanna hvort áhrif ALDURS, TEXTATEGUNDAR og MIÐILS væru
marktæk var beitt þríhliða dreifigreiningu (ANOVA) og marghliða samanburði (post
hoc-prófum) til að bera saman aldurshópana fjóra.
niðUrstöðUr
Niðurstöður staðfestu megináhrif allra frumbreytanna þriggja og allar helstu tilgátur
rannsóknarinnar. Í fyrsta lagi hafði ALDUR sterk megináhrif á allar fylgibreyturnar:
þéttleika, hlutfall nafnorða, fjölbreytileika orðaforða og orðalengd. Fullorðnir textahöfundar
skáru sig marktækt frá börnum og unglingum á öllum þessum breytum en öndvert
við væntingar var ekki marktækur munur á yngri hópunum þremur (með einni
undantekningu, sjá síðar). Í öðru lagi var marktækur munur á flestum orðaforða-
mælingum eftir TEXTATEGUNDUM og í þriðja lagi gríðarmikill munur á þeim öllum
eftir MIÐLI þar sem ritmálstextar skoruðu hærra en talmál á öllum vísbendingum um