Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 84

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201184 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: orðaforða. Hér fer á eftir stutt lýsing á mælitækjunum sem notuð voru sem vísbend- ingar um auðlegð og gæði orðaforðans sem þátttakendur virkjuðu í textagerð við aðstæður sem leitast var við að hafa sem samburðarhæfastar (sjá kaflann Kveikja). 1. Textaþéttleiki var metinn með tveimur mælingum. (a) Hlutfall inntaksorða var reiknað af heildarfjölda orða í hverjum texta (e. lexical density). Þetta er vel þekkt aðferð, kennd við Ure (1971). Rannsóknir sýna að ritaður texti hneigist til að vera þéttari en talmál samkvæmt þessum stuðli (Halliday, 1990; Johansson, 2009; Strömqvist o.fl., 2002). Textaþéttleiki hefur sömuleiðis reynst góður mælikvarði á þróun ritmáls hjá börnum og unglingum (Malvern o.fl., 2004; Strömqvist o.fl., 2002). (b) Nafnorðastuðull (e. nominal density). Hlutfall nafnorða af öllum orðum. Nafnorð eru í senn langstærsti orðflokkurinn og sá opnasti. Hlutfall þeirra er því upplýsandi um merkingarlegan þéttleika texta. 2. Fjölbreytileiki orðaforðans var metinn með tveimur mælingum. (a) Forritið VocD (e. Vocabulary Diversity; sjá MacWhinney, 2000; Malvern o.fl., 2004). Fjölbreytnistuðullinn endurspeglar í hve ríkum mæli textahöfundur notar mismun- andi orð og orðmyndir fremur en endurtekningar á þeim sömu. Algengasta aðferðin við mat á fjölbreytileika var lengi svokallað TTR (e. type-token ratio) eða hlutfallið milli fjölda mismunandi orða/orðmynda (e. types) annars vegar og heildarfjölda orða (e. tokens) í textanum hins vegar. Þessi aðferð hefur þann annmarka að niður- stöður eru háðar lengd textanna og því ekki sambærilegar nema textarnir sem bera á saman séu nákvæmlega jafnlangir. Það eru textarnir í þessari rannsókn ekki (sjá Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007) og aðferðin er því ekki nothæf. Í forritinu VocD í forritasafni CLAN (Computerized Language Analysis, MacWhinney, 2000) er byggt á sama grunni og í TTR en ýmsum ráðum beitt til að koma í veg fyrir skekkjuáhrif textalengdarinnar á niðurstöður (mörg úrtök úr sama texta og fleira, sjá Malvern o.fl., 2004). VocD lofar að flestra mati góðu sem mælitæki á fjölbreytni í orðaforða og hvernig hún þróast bæði í talmáli og ritmáli hjá börnum og fullorðnum (Malvern o.fl., 2004). McCarthy og Scott (2007) benda þó á að aðferðin sé ekki algerlega óháð textalengd; áreiðanlegust í samanburði á textum sem eru 100–400 orð á lengd. Eins og fram kom hér að framan eru meðaltöl elsta og yngsta hópsins rétt utan við þau mörk. Rétt er að vekja athygli á því að VocD telur allar orðmyndir í hverjum texta og gefur þannig ekki sömu mynd af fjölbreytni orðaforða og væri textinn lemmaður. Í sjö þjóða samanburðarrannsókninni reyndist VocD greina kerfisbundinn mun á textategundum en ekki á rit- og talmáli (Berman og Verhoeven, 2002). Í seinni rann- sóknum á sænsku, hebresku og ensku gögnunum sérstaklega kom hins vegar fram marktækur munur á fjölbreytileika orðaforða í ritmáli og talmáli (Johansson, 2009; Ravid og Berman, 2006). Skýringar á þessum mun milli tungumála tengjast að öllum líkindum eðlismun á málunum í sjö landa samanburðarrannsókninni. Íslenska er dæmi um mikið beygingamál í samanburði við til dæmis ensku, sænsku og hollensku og því mun fleiri beygingarmyndir af hverju orði í íslenskum textum en þeim síðar- nefndu. VocD-forritið gerir ekki upp á milli orða og orðmynda, heldur telur allar orðmyndir í hverjum texta. Af þessu leiðir að augljóslega er ekki hægt að bera saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.