Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 37 anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir Rýnihópar Einn rýnihópur var myndaður í hverjum leikskóla með fulltrúum foreldra í leikskól- unum og fulltrúum starfsfólks. Myndun rýnihópa er algeng aðferð til að nálgast upp- lýsingar frá hópi fólks og eru í eðli sínu líkir viðtali en byggjast á hópvinnu (Fitzpat- rick, Sanders og Worthen, 2004). Foreldrar sem tóku þátt í rýnihópi voru valdir af leikskólastjóra úr hópi foreldra og var fulltrúi stjórnar foreldrafélags einn af þeim. Oft urðu formenn foreldrafélagsins fyrir valinu eða stjórnarmeðlimur. Eitt foreldri í rýnihópi var einnig starfsmaður leikskólans. Tveir foreldrar áttu fleiri en eitt barn í leikskólanum. Þar sem aðstoðarleikskólastjóri var starfandi tók hann þátt í rýnihópi, annars var starfsfólk valið af leikskólastjóra. Ástæðan fyrir því að rýnihópar urðu fyrir valinu sem aðferð við gagnasöfnun í þessari rannsókn var sú að með þeim var hægt að koma af stað umræðu meðal fulltrúa ólíkra hagsmuna um leikskólastarf. Í rýnihópunum komu fulltrúar foreldra og starfsfólks saman í hverjum leikskóla og fóru umræðurnar fram í lokuðu herbergi. Rannsóknin var kynnt fyrir rýnihópunum í upphafi umræðunnar sem tók um klukkustund og fór ýmist fram á starfstíma leik- skólans eða seinni hluta dags þegar börnin voru farin heim. Stuðst var við sama opna viðtalsrammann og notaður var í viðtölum við leikskólastjórana. Gagnagreining Þegar viðtölin við leikskólastjórana og rýnihópaviðtölin höfðu verið afrituð voru gögnin flokkuð eftir rannsóknarspurningum, þ.e. í fyrsta lagi um gerð skólanámskráa og endurskoðun þeirra, í öðru lagi um áhrif starfsaðferða á hlutverk leikskólakennar- ans, í þriðja lagi um skipulag umhverfis leikskólanna og búnað, í fjórða lagi um skipu- lag verkefna barna og hópaskiptingu og loks um fyrirkomulag foreldrasamstarfs. niðUrstöðUr Þátttaka í gerð skólanámskrár Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttaka starfsfólks í gerð skólanámskrár var takmörkuð í öllum leikskólunum. Starfsfólk gat haft áhrif á áherslur í skólanámskrá að einhverju leyti þegar grindin að henni lá fyrir og ef einhverjar breytingar átti að gera. Í þeim leikskólum sem byggja starfið á Reggio Emilia-aðferðunum átti starfs- fólk kost á takmarkaðri aðkomu. Í leikskólanum Kletti hafði stjórnunarteymi leikskól- ans unnið grindina að skólanámskránni og kynnt starfsfólkinu og þá gat það komið með hugmyndir um breytingar. Aðstoðarleikskólastjórinn á Kletti útskýrði vinnu við skólanámskrá á þennan hátt: Starfsfólkið kemur að gerð hennar. Hún var unnin þannig að deildarstjórarnir, aðstoðarskólastjóri og leikskólastjóri skruppu úr leikskólanum í tvo daga og unnu hana, grindina. Síðan las starfsfólkið þetta yfir og kom með sínar athugasemdir og sagði til um hvort það vildi bæta einhverju í hana eða hvað þeim fannst mikilvægast. Þetta var allt gert í samvinnu við starfsfólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.