Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 37
anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir
Rýnihópar
Einn rýnihópur var myndaður í hverjum leikskóla með fulltrúum foreldra í leikskól-
unum og fulltrúum starfsfólks. Myndun rýnihópa er algeng aðferð til að nálgast upp-
lýsingar frá hópi fólks og eru í eðli sínu líkir viðtali en byggjast á hópvinnu (Fitzpat-
rick, Sanders og Worthen, 2004). Foreldrar sem tóku þátt í rýnihópi voru valdir af
leikskólastjóra úr hópi foreldra og var fulltrúi stjórnar foreldrafélags einn af þeim.
Oft urðu formenn foreldrafélagsins fyrir valinu eða stjórnarmeðlimur. Eitt foreldri í
rýnihópi var einnig starfsmaður leikskólans. Tveir foreldrar áttu fleiri en eitt barn í
leikskólanum. Þar sem aðstoðarleikskólastjóri var starfandi tók hann þátt í rýnihópi,
annars var starfsfólk valið af leikskólastjóra. Ástæðan fyrir því að rýnihópar urðu
fyrir valinu sem aðferð við gagnasöfnun í þessari rannsókn var sú að með þeim var
hægt að koma af stað umræðu meðal fulltrúa ólíkra hagsmuna um leikskólastarf. Í
rýnihópunum komu fulltrúar foreldra og starfsfólks saman í hverjum leikskóla og
fóru umræðurnar fram í lokuðu herbergi. Rannsóknin var kynnt fyrir rýnihópunum
í upphafi umræðunnar sem tók um klukkustund og fór ýmist fram á starfstíma leik-
skólans eða seinni hluta dags þegar börnin voru farin heim. Stuðst var við sama opna
viðtalsrammann og notaður var í viðtölum við leikskólastjórana.
Gagnagreining
Þegar viðtölin við leikskólastjórana og rýnihópaviðtölin höfðu verið afrituð voru
gögnin flokkuð eftir rannsóknarspurningum, þ.e. í fyrsta lagi um gerð skólanámskráa
og endurskoðun þeirra, í öðru lagi um áhrif starfsaðferða á hlutverk leikskólakennar-
ans, í þriðja lagi um skipulag umhverfis leikskólanna og búnað, í fjórða lagi um skipu-
lag verkefna barna og hópaskiptingu og loks um fyrirkomulag foreldrasamstarfs.
niðUrstöðUr
Þátttaka í gerð skólanámskrár
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttaka starfsfólks í gerð skólanámskrár var
takmörkuð í öllum leikskólunum. Starfsfólk gat haft áhrif á áherslur í skólanámskrá
að einhverju leyti þegar grindin að henni lá fyrir og ef einhverjar breytingar átti að
gera. Í þeim leikskólum sem byggja starfið á Reggio Emilia-aðferðunum átti starfs-
fólk kost á takmarkaðri aðkomu. Í leikskólanum Kletti hafði stjórnunarteymi leikskól-
ans unnið grindina að skólanámskránni og kynnt starfsfólkinu og þá gat það komið
með hugmyndir um breytingar. Aðstoðarleikskólastjórinn á Kletti útskýrði vinnu við
skólanámskrá á þennan hátt:
Starfsfólkið kemur að gerð hennar. Hún var unnin þannig að deildarstjórarnir,
aðstoðarskólastjóri og leikskólastjóri skruppu úr leikskólanum í tvo daga og unnu
hana, grindina. Síðan las starfsfólkið þetta yfir og kom með sínar athugasemdir og
sagði til um hvort það vildi bæta einhverju í hana eða hvað þeim fannst mikilvægast.
Þetta var allt gert í samvinnu við starfsfólkið.