Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 90
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201190
textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna:
Fjölbreytileiki nafnorða
Mynd 4. Meðalhlutfall mismunandi nafnorða (e. types) af heildarfjölda orða
eftir ALDRi, MiðLi og TExTATEGUND
Munnleg álitsgerð
Skrifleg álitsgerð
Munnleg frásögn
Skrifleg frásögn
11 ára 14 ára 17 ára Fullorðnir
Aldur
H
lu
tfa
ll
na
fn
or
ða
(e
. t
yp
es
)
35
30
25
20
15
10
Eins og sjá má á mynd 4 var hlutfall mismunandi nafnorða af öllum orðum (hvert orð
eða orðmynd aðeins talin einu sinni) mun hærra í rit- en í talmálstextum (F(1,75) =
87.56, p < 0.0005). Megináhrif TEXTATEGUNDAR á fjölbreytileikastuðul nafnorða ná
líka lægri marktæknimörkum F(1,75) = 4.5 (p < 0,05) en samvirkni milli TEXTATEG-
UNDAR og ALDURS (F(3,75) = 4.9, p < 0.005) endurspeglar hins vegar það sem blasir
við á mynd 4, að munurinn á fjölbreytileika nafnorða (e. types) í TEXTATEGUND-
UNUM tveimur takmarkast við yngsta aldurshópinn, þar sem hlutfallið er hærra í
frásögnum en álitsgerðum, bæði í rit- og talmáli.
Fjölbreytileiki nafnorða jókst marktækt með ALDRI textahöfunda (F(3,75) = 36.9, p
< 0.0005). Samkvæmt post hoc-prófum var hann langmestur hjá fullorðnum (27,1% af
öllum orðmyndum) en ekki marktækur munur á öðrum aldursflokkum (17,2 –18,7%).