Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 135
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 135
kRISTÍN DýRFJöRÐ
HáSkÓLANUM á AkUREyRI
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Í hvaða leikskóla varst þú eiginlega?
Louise Windfeldt og Katrine Clante. (2009). Þegar Rósa var Ragnar/Þegar Friðrik
var Fríða. Akureyri: Jafnréttisstofa og Félags- og tryggingamálaráðuneytið.
(Þýðing Þórlaugar Baldvinsdóttur og samstarfsfólks í leikskólanum Lundarseli
á Akureyri.) 28 bls.
Ég batt miklar væntingar við bókina þegar Rósa var Ragnar/Þegar Friðrik var Fríða eftir
þær Louise Windfeldt og Katrine Clante (2009). Jafnréttisstofa gaf bókina út í tengslum
við átak um jafnréttisstarf á öllum skólastigum. Bókin var send í alla leikskóla landsins
og jafnhliða voru birtar kennsluleiðbeiningar á vef átaksins, www.jafnrettiiskolum.is,
sem leikskólakennarar í leikskólanum Lundarseli á Akureyri unnu (Lundarsel, e.d.).
En á Lundarseli er áralöng hefð og reynsla af því að kryfja barnabækur og nota í heim-
speki með börnum.
Í bókinni eru sagðar þrjár sögur, sagan um Friðrik og sagan um Rósu sem
vakna morgun einn sem gagnstætt kyn. Fylgst er með þeim einn dag, bæði heima
og í leikskólanum. Þriðja sagan er sameiginleg saga þeirra í þykjustuheiminum. Í
kynningarefni segir meðal annars: „bókin endurspeglar veruleikann eins og hann
er, það er að stelpur og strákar fá mismunandi skilaboð, frá öðrum börnum og frá
fullorðnum.“ Sagan er dönsk og sver sig að hluta í ætt við fræga danska barnasögu,
Þegar Palli var einn í heiminum. Það má meira að segja velta fyrir sér hvort hún hafi
verið samin eftir svipaðri formúlu. En í stað þess að hundruð barna settu niður á blað
drauma sína hafi verið farið í rannsóknir á þátttöku kvenna og karla í heimilisstörfum,
framkomu kennara við stelpur og stráka o.s.frv.
Markmið bókarinnar er að vekja leikskólabörn til umhugsunar og opna umræðu
um hlutverk og viðhorf til kynjanna. Mikið er gert úr stöðluðum hlutverkum og
klisjum um kynin. Allar konur eru með sítt hár og þær sem sést í fótleggi á eru pils-
klæddar. Stelpur búa í bleikum prinsessuherbergjum en stráka dreymir ofurhetjur
og þeir eru með bíladellu. Stelpur hjálpa til við húsverk (líka leikskólastelpur), ekki
strákar; stelpur föndra og skoða glingur og dreymir Öskubusku en strákar hreyfa
sig og þjálfa vöðvana og láta sig dreyma um styrk. Pabbar hlaupa með strákunum