Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 141

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 141
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 141 gyÐa margrÉt pÉtUrSdÓttir hvað þau haldi að séu „tekjur „venjulegs“ heimilis“ (bls. 66). Spurningunni eiga þau að svara fyrir pabba annars vegar og mömmu hins vegar. Þessu efni fylgja engar leið- beiningar um hvernig hægt sé að fræða börnin um launamun kynjanna og skýringar á honum, eins og sannarlega er tilefni til í jafnréttisfræðslu. Með því að gera grein fyrir launamuninum án þess að fjalla um hann á gagnrýninn hátt er að vissu leyti gefið í skyn að um einhvers konar náttúrulögmál sé að ræða. Svo er ekki. Launamunur kynjanna er það jafnréttismál sem hvað mest hefur verið fjallað um á undanförnum árum og er margt í þeirri umræðu sem krefst útskýringa. Jafnréttisfræðsla á unglinga- stigi er kjörinn vettvangur fyrir slíka fræðslu og mætti tengja þemanu um hæfileika og langanir þar sem einnig mætti gera grein fyrir og fjalla á gagnrýninn hátt um kynjað starfsval og samþætta þannig kynjajafnréttisfræðslu annarri fræðslu. Það vekur einnig furðu að þremur köflum verkefnabókarinnar er varið í verkefni um bílakaup, rekstur bíls og bílprófstöku án þess að hvatt sé á nokkurn hátt til gagnrýninnar hugsunar um umhverfis- og kynjamál: Er nauðsynlegt að taka bílpróf og eiga bíl? Af hverju stofna sumir lífi sínu og annarra í hættu með hraðakstri? Kennarahefti Huxarans mætti einnig útfæra betur. Oft eru leiðbeiningar mjög af skornum skammti og ekki alltaf ljóst hvert markmiðið er með þeim verkefnum sem lagt er til að lögð séu fyrir nemendur. Hvert er markmiðið með því að yrkja ljóð um ást- ina? Eða knúsverkefninu? Bragur bókarinnar líður óneitanlega fyrir þessa nálgun. Eru jafnréttismálin krúttleg, ekki alveg alvöru? Ef við elskum hvert annað svolítið meira, verður þá ekkert misrétti? Hvernig ber að túlka þessi verkefni og hvert er markmiðið með þeim? Hafa verður í huga að kennarar sem ætlað er að sinna jafnréttisfræðslu hafa e.t.v. ekki fengið neina formlega fræðslu um jafnréttismál eða kynjafræði. Því er mjög brýnt að allar leiðbeiningar séu ítarlegar og vandaðar. Málfari sem og frágangi er víða ábótavant (sbr. „innkoma“ en ekki „tekjur“) og tals- vert er um innsláttarvillur. Eins kemur það illa út að hafa inngang á undan efnisyfirliti í verkefnabók en geta engu að síður inngangsins í efnisyfirlitinu. Myndskreytingar Valeyjar Sólar Guðmundsdóttur minna mjög á myndskreytingar Hugleiks Dagssonar, ekki síst vegna þess að Hugleikur myndskreytir Kynungabók: Upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja sem gefin er út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu [sjá ritdóm í þessu hefti]. Huxarinn er augljóslega unninn af brýnni þörf og með velferð ungs fólks í huga en líður fyrir skort á skýrri sýn, yfirlegu og ítarlegri þekkingu á málaflokknum. Styrk- leikur bókarinnar er kennslureynsla höfundar sem víða er vísað til í kennaraheftinu. Ekki verður hjá því komist að bera saman Huxarann og Kynungabók og óskandi að höfundar bókanna tækju sig saman þannig að ítarleg þekking höfunda Kynungabókar á kynjafræði og þekking og reynsla höfundar Huxarans gætu nýst sem best við þróun kennsluefnis í kynjafræði fyrir barna- og unglingastig grunnskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.