Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 86

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201186 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: II. Álitsgerð – það er almenna umfjöllun um vandamál af því tagi sem frásögnin fjallaði um: (a) Í mæltu máli. (b) Ritaða umfjöllun um sama efni. Helmingur hvers aldurshóps (jöfn kynjaskipting) fékk fyrirmæli um að vinna verk- efnin í þessari röð. Hinn helmingurinn samdi ritmálsútgáfu textanna (b) á undan þeirri munnlegu (a) í báðum hlutum. (Áhrif raðar á orðaforða voru ekki könnuð að þessu sinni.) Stutt hlé var gert eftir frásagnarhlutann og þátttakendum boðin hressing. Jafnframt var spurningalisti um lestrarvenjur, netnotkun og tungumálaþekkingu lagður fyrir þrjá yngstu hópana og fylltur út af rannsóknarmanni. Sami rannsóknarmaður sá um alla gagnasöfnun í hverjum aldurshópi. Rannsóknargögnin og úrvinnsla þeirra Rannsóknargögnin samanstóðu af 319 textum (einn ritaði textinn úr hópi 8. bekkinga reyndist ónothæfur af tæknilegum ástæðum), alls rúmlega 91 þúsund orð. Munnlegu textarnir voru teknir upp á stafrænt hljóðupptökutæki og síðan tölvuskráðir frá orði til orðs samkvæmt reglum CHAT (MacWhinney, 2000). Ritmálstextana skráðu þátt- takendur í elstu hópunum þremur á tölvu beint inn í textaforritið Scriptlog (Strömqvist og Karlsson, 2002) en yngstu þátttakendurnir handskrifuðu sína texta sem síðan voru tölvuskráðir óbreyttir. Rannsóknargögnin voru greind með eftirtöldum textagreiningarforritum úr CLAN (Computerized Language Analysis. MacWhinney, 2000); forritinu FREQ sem raðar orðum eftir tíðni eða stafrófsröð); WdLen, sem reiknar út meðallengd orða í hverjum texta; VocD sem reiknar fjölbreytileikastuðul orða/orðmynda í texta; KWAL (Key Word and Line) sem finnur lykilorð og samhengi þess og loks STATFREQ sem skilar niðurstöð- um úrvinnslu annarra forrita CLAN í formi sem hentar til tölfræðiúrvinnslu í Excel eða SPSS. Til að kanna hvort áhrif ALDURS, TEXTATEGUNDAR og MIÐILS væru marktæk var beitt þríhliða dreifigreiningu (ANOVA) og marghliða samanburði (post hoc-prófum) til að bera saman aldurshópana fjóra. niðUrstöðUr Niðurstöður staðfestu megináhrif allra frumbreytanna þriggja og allar helstu tilgátur rannsóknarinnar. Í fyrsta lagi hafði ALDUR sterk megináhrif á allar fylgibreyturnar: þéttleika, hlutfall nafnorða, fjölbreytileika orðaforða og orðalengd. Fullorðnir textahöfundar skáru sig marktækt frá börnum og unglingum á öllum þessum breytum en öndvert við væntingar var ekki marktækur munur á yngri hópunum þremur (með einni undantekningu, sjá síðar). Í öðru lagi var marktækur munur á flestum orðaforða- mælingum eftir TEXTATEGUNDUM og í þriðja lagi gríðarmikill munur á þeim öllum eftir MIÐLI þar sem ritmálstextar skoruðu hærra en talmál á öllum vísbendingum um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

undertitel:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Sprog:
Årgange:
24
Eksemplarer:
35
Registrerede artikler:
342
Udgivet:
1992-2015
Tilgængelig indtil :
2015
Udgivelsessted:
Redaktør:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ansvarshavende person:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Udgiver:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar: 1. hefti (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/353678

Link til denne side: 86
https://timarit.is/page/5610673

Link til denne artikel: Textagerð barna, unglinga og fullorðinna
https://timarit.is/gegnir/991010829189706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. hefti (01.01.2011)

Handlinger: